Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 51
ÞORSTEINN HELGASON
„barnið í nútímaþjóðfélaginu", sem ekki getur stuðst við hefðir í sama mæli og
áður, en býr við áhrif frá markaðsöflum, fjölmiðlum og öðrum ópersónulegum
mótunaröflum. Þetta barn getur búið næstum hvar sem er, a.m.k. í vestrænum
heimi. Sögulegt efni er einkum valið út frá þroskasálfræðilegum og kennslufræði-
legum sjónarmiðum, að viðbættum þeim efnisrökum sem talin eru til um land-
námsöldina. Að landnáminu liggur þó ekki bein braut í sögunámi skólanemenda
heldur skal höfð viðkoma á nokkrum stöðum: 1) hjá börnum sem hafa alist upp hjá
dýrúm, 2) hjá japanskri fjölskyldu, 3) hjá frummanninum, 4) hjá frumstæðu fólki nú
á dögum og 5) í samfélagi apa - og þaðan til landnámsmanna á íslandi. Þessir
efnisþættir (inntak) eru ekki fyrst og fremst valdir vegna þess að þeir séu áhuga-
verðir í sjálfu sér eða tengist íslenskum menningarheimi heldur eiga þeir að vera
áfangar á leið barnsins til skilnings á gagnvirkum áhrifum manns og umhverfis og
þörf hans fyrir reglu og samfélag. í námsefni þriðja námsárs var í ámóta tilgangi
gert ráð fyrir að fjallað yrði um Tansani og eskimóa (ínúíta) vegna þess að þannig
„gefst nemendum tækifæri til samanburðar" (Samfélagsfræði 1977:46):
Á þriðja námsári eru samskipti manns og umhverfis meginviðfangsefnið. Valin eru
dæmi umframandi samfélög þar sem ætla má að nemendur geti skoðað þessi sam-
skipti opnari augum í umhverfi sem er þeim mjög framandi. Samanburður er auð-
veldari þegar gefin eru dæmi um skyld en ólík fyrirbæri. Auk þess er framandi efni
vænlegt til að vekja forvitni og áhuga nemenda.
Varðandi „eskimóa" eru rökin fyrst og fremst kennslufræðileg, félagsleg og mann-
fræðileg. Þó er vikið að öðrum ástæðum sem kalla mætti menningarleg eða kannski
frekar landfræðileg:
Viðfangsefni um líf eskimóa áður fyrr eru valin vegna þess að þeir eru nágrannar
okkar á norðurhveli jarðar og umhverfi þeirra er sérstætt. Satnfélag þeirra var til-
tölulega einfalt að gerð en sýnir í óvenju skýrri mynd aðlögunarhæfni manna og
hugvit í samskiptum við harðneskjulegt umhverfi. Sú gjörbreyting sem orðið hefur
á lifiíaðarháttum eskimóa gefur gott tilefni til að ræða um þjóðfélagsbreytingar sem
er eitt af lykilhugtökum samfélagsfræðinnar.
Þessa nálgun námskrárinnar í samfélagsfræði má gagnrýna frá þrem sjónarhornum.
í fyrsta lagi gefur hún til kynna ákveðna þróunarhyggju þar sem gert er ráð fyrir
braut sem liggi frá einföldum samfélögum frumstæðra þjóða og eskimóa til ís-
lenskra landnámsmanna (og áfram). I öðru lagi er landkostum og loftslagi gert hátt
undir höfði með því að leggja mikla áherslu á „líf í heitu og köldu landi", sömu-
leiðis með því að velja markalínur samfélags á íslandi eftir umhverfisþáttum (ann-
að námsár). í þriðja lagi koma menningarlegar og sögulegar forsendur ekki mikið
við sögu þegar inntak er valið. Sem dæmi um það má nefna að hvergi eru Norður-
lönd nefnd á nafn sem umfjöllunarefni í grunnskóla og má þó auðveldlega færa rök
fyrir því að þau standi íslendingum næst þegar litið er út fyrir landsteina. Ef inn-
takið er hins vegar valið út frá altækum félagslegum „lykilhugtökum" og „megin-
hugmyndum" má jafnauðveldlega sýna fram á að norrænt land sé nemendum of
nákomið og þau læri meira af „umhverfi sem er þeim mjög framandi". Um þetta
atriði verður fjallað sérstaklega í lok greinarinnar.
Samfélagsfræðitilraunin á sér merkilega sögu sem ekki verður rakin hér (Arnór
49