Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 52

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 52
INNTAK SOGUKENNSLU Hannibalsson 1986, Gunnar Karlsson 1992, Ingólfur Á. Jóhannesson 1991, Ingvar Sigurgeirsson 1992, Wolfgang Edelstein 1988, Þorsteinn Gunnarsson 1990). Árið 1983 hófust miklar almennar deilur um ágæti hennar og einkum hlut íslandssögu í grunnskólum landsins. Mörg þung orð og ómakleg féllu, ósamkvæmni í röksemda- færslum og alhæfingar út frá einstökum dæmum voru algengar. Margar skýringar- tilraunir hafa komið fram um orsakir þessara deilna enda eru þær vafalaust fjöl- þættar. Ein veigamikil ástæða virðist vera sú að mörgum þótti sem þjóðarvitundin, eins og hún geymist í sögu landsins, hafi verið í hættu. Arnór Hannibalsson heim- spekingur gagnrýndi þekkingarfræðina sem lá að baki samfélagsfræðinni og lagði áherslu á hlutverk sögunnar (Arnór Hannibalsson 1986:76): Fátt er hverri þjóð mikilvægara en sagan. Það er sagan ásamt bókmenntum og öðr- um listum, sem umfram allt mótar þjóðarvitundina, gefur mönnum svar við spurn- ingunni: Hver er ég? Einkum og sér í lagi er sagan mikilvæg á breytingaskeiðum í lífi þjóða, svo að tengsl nýrrar kynslóðar við líf forfeðranna rofni ekki og þjóðar- hefðin varðveitist. Þegar spurt er, hvers konar sögu einhver þjóð á ákveðnu tíma- skeiði þarfnast, koma upp álitamál. Sagan er aldrei endanlega skrifuð. Menn eru sífellt að dragafram í dagsljósið ýmislegt úrfórum fortíðarinnar, og afstaða manna til hennar er óltk á ýmsum tímum. Menn vilja leggja áherzlu á mismunandi þætti í sögu hins liðna. En um eitt ætti þó ekki að geta verið ágreiningur. Þjóðarsaga fjall- ar um líf og strit þjóðarinnar, um lífsbaráttu hennar og tilverurétt meðal annarra þjóða. Þetta virðist ef til vill einfalt og sjálfsagt. En samt er ástæða til að taka það fram. Þessi inntakslýsing svarar ekki mörgum spurningum nema þeirri hver grunnvið- miðunin eigi að vera, út frá hverju eigi að ganga: Þjóðarvitund, þjóðarhefð, þjóðar- sögu. Á öðrum stað þrengir Arnór mælikvarðann um inntak sem hann telur jafn- framt vera kjarnann í íslandssögubókum Jónasar frá Hriflu og úreldist ekki: Inn- takið eigi að velja út frá ákveðinni afstöðu: „Viðleitni til að fá íslendinga til að skilja þá, sem börðust fyrir ísland, og gera þeirra gildi að sínum" (Arnór Hannibalsson 1986:76). Hugmyndasmiðum samfélagsfræðinnar þóttu sjónarmið af þessu tagi sníða sögunni þröngan hefðarstakk og beittu sögulegum rökum fyrir máli sínu. Sagan hefði komið sem kennslugrein á síðari hluta 19. aldar til að binda þjóðríkið saman, réttlæta það, breiða yfir mótsagnir þess, veita skólaþegnunum sameiginlegan skiln- ing (Wolfgang Edelstein 1988:180): Sagan bindur sundraða hópa hins borgaralega þjóðfélags (sem misst hafa rætur sínar í fjölskyldutengslum landbúnaðarsamfélagsins fyrir iðnbyltinguna) við sam- tímasvið sitt og tilgang þess, skapar tilfinningatengsl og hollustu. Hún er túlkun á nýrri sameiginlegri merkingu, þar sem eldri túlkunarhefðir þrýtur: Sagan er goða- fræði hins borgaralega þjóðríkis og oft kirkja þess og trú. Þversögn sögunnar sé sú að hún hafi fengið þetta hugmyndafræðilega hlutverk á sama tíma og hún braust fram sem greinandi vísindi í formi pósitífisma, þ.e. með því að afhjúpa og sundra merkingarbærum heildum svo að eftir stóð í versta falli upplausn allra gilda. 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.