Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 56

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 56
INNTAK SOGUKENNSLU fyrir „þræði" að menn mjaki sér áfram í tíma. Annálar geta verið endalaust safn, ár frá ári, af ósamstæðum lýsingum og smælki. Þráður og samhengi eru búin til og tímaröð er ein leið til samhengis en ekki fullnægjandi og ekki sú eina. Gunnar Karlsson hafði meðal annars það sjónarmið í huga þegar hann samdi Sjálfstæði íslendinga að fylgja þeim atriðum eftir sem á annað borð eru tekin upp. Þegar sagt sé frá ásatrú verði að segja líka frá endalokum hennar og arftaka, kat- ólsku kirkjunni, og síðan frá því hvernig stofnanir hennar hurfu og lúterskan tók við. Þannig væri heldur ekki hægt að segja frá stofnun þjóðveldis nema fylgja því eftir og segja frá endalokum þess. Þarna gildi lögmál skáldsögunnar (Gunnar Karls- son 1992:77); / skáldsögu er ekki hægt að láta mikilvæga persónu gleymast í miðri sögu. Hún verður aðfá að deyja eðaflytjast burt eða vera með til enda. Frá þessu sjónarmiði er stutt til þess að taka slíka þætti sögunnar sérstaklega fyrir og fylgja þeim eftir sem þema. Tenging milli ásatrúar og lútersku geta týnst í huga nemenda milli ára og kennslubóka, en kannski síður ef þau eru tekin saman í einn þráð. Mismunandi leiðir er einnig hægt að fara í öðru skipulagsmáli, hvort þjóðarsaga er kennd sér í lagi eða samfléttuð með víðtækari sögu. Þá er átt við að í námskrám og kennslubókum sé tvískipting: Annars vegar er gert ráð fyrir Danmerkursögu, ís- landssögu, sögu Bandaríkjanna o.s.frv. en hins vegar mannkynssögu. Þetta er raun- veruleiki í flestum löndum enn í dag. Undantekningar eru a.m.k. Svíþjóð, Frakkland og Finnland. Enginn kemst að vísu hjá því að víkja að „útlöndum" þegar fjallað er um þjóðarsöguna en tvískiptingin er engu að síður ákveðin skilaboð um inntak. Hér er ekki ætlunin að dvelja lengur við þetta mikilsverða atriði sem verðskuld- ar sérstaka athugun. Svo virðist sem almenn tilhneiging sé til að brúa þetta bil, hvort sem er með formlegri samfléttun eða nálgun innan ramma gömlu skipting- arinnar. Hér á landi er nú stefnt að samfléttunarleiðinni samkvæmt tillögum nefnd- ar sem fjallaði um þessi mál og eiga að vera veganesti við námskrárgerð (Markmið samfélagsgreina í grunnskólum og framhaldsskólum 1998). Þó að þessi leið sé farin þarf vægi þjóðarsögunnar ekki að minnka. Jafnvel getur hún komið skýrar fram. Veldur hver á heldur. Samnefnari A okkar póstmódernísku lýðræðistímum má með góðum rökum segja að enginn sé þess umkominn að ákveða hvað hópar fólks og jafnvel heilar þjóðir eiga að vita og kunna í sögu. Ef þeim rökum yrði hlítt yrði hins vegar engin sameiginleg saga eftir og hver yrði að smíða sína einkasögu. (Hún myndi vafalaust skarast á ýmsa vegu þó að skipulagsins nyti ekki við.) Hér verður aftur á móti tekið undir þau sjónarmið að almennrar orðræðu sé þörf, vettvangs þar sem samfélagið er til og limir þess geta borið sig saman og miðlað reynslu. Til þess þarf lágmarkssamkomulag um gildi, merkingu orða og inntak sögulegs arfs. Umfang og stærð þess samfélags sem miðað er við er sögulega skilyrt og stjórnunarlega ákveðið. I flestum sögunámskrám eru yfirlýsingar um að sagan eigi að gegna hlutverki 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.