Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 61
ÞORSTEINN HELGASON
og manngildi fengu til að mynda ákveðið form í frönsku byltingunni en þær eiga
sér margbrotinn aðdraganda og sá skilningur sem við leggjum í þær er líklega
skyldastur því sem tíðkast í norrænum grannlöndum - vegna sögulegra tengsla og
stöðugra samskipta í aldanna rás.
„Norðurlönd eru óspennandi." Það er á margan hátt skiljanlegt að málefni „inn-
an (norrænu) fjölskyldunnar" séu ekki eins æsileg og það sem gerist hinum megin
við lækinn. Þetta er raunar ekki aðeins viðhorf barna. Fræðimenn hafa einnig verið
fælnir við þetta efni (Nissen 1997:7):
Því er ekki að neita að annað hefur verið sagnfræðingum landanna og bókelskum
almenningi ofar í huga. Ókunnugleikinn um sögu grannlandanna er áberandi. Að
einhverju leyti kann petta að stafa afþví hve lík hún er. Ekkert er æsilegt við að lesa
um stjórnmála- og menningarpróun nágrannaþjóða pegar menn búast við að hún
sé eins og heima - bara á erfiðara tungumáli.
Gestur Guðmundsson hefur rökstutt þörfina á því að fræðimenn fáist við þetta
nærtæka efni - með því að halda fjölskyldulíkingunni áfram (Gestur Guðmundsson
1998:255):
Norðurlandasaga er kjörinn vettvangur fræðimanna til að breyta veruhættinum9 á
traustan hátt, rétt eins og barn víkkar sjóndeildarhring sinn smám saman frá
mömmu, pabba og systkinum og til stórfjölskyldu og nágranna.
Síðasta röksemdin, sem hér var talin til, um að dönsku- og landafræðikennsla full-
nægði fræðsluþörfinni um Norðurlönd, hefur nokkuð til síns máls. Að danska (eða
sænska og norska) skuli vera skyldunámsgrein í íslenskum skólum tryggir auðvitað
að þessum tengslum sé sinnt. En haldbær rök skortir fyrir því að þessum efnisþætti
sé ekki einnig gaumur gefinn í sögukennslu þar sem öll heimsbyggðin er á dagskrá.
Hér hefur einn inntaksþáttur sögunnar verið tekinn til sérstakrar athugunar til
að prófa hvort hægt er að rökstyðja hami með haldbærum hætti. Niðurstaðan er sú
að söguleg, menningarleg og kennslufræðileg rök ásamt hagnýtissjónarmiðum
renni stoðum undir þá skoðun að hinn norræni þáttur skuli eiga nokkurn sess þar
sem saga er kennd á íslandi.
Fleiri efnisþætti sögunnar mætti skoða með sama hætti.
Evrópsk vídd
Evrópa er frek á athyglina um þessar mundir og settar eru fram óskir og viðmið um
„evrópska vídd" í sögukennslu. Nú má slíkt þykja undarlegt þar sem gagnrýni
hefur lengi heyrst um að mannkynssagan, sem kennd er í skólum, sé of Evrópu-
miðuð.
Óskin um Evrópuvíddina er af sama toga og hugsjón Evrópusamstarfs eftir
stríð. Hún snýst um að reyna að læra af sögunni. Evrópuríki hafi háð skæðar
styrjaldir sín á milli í aldaraðir og hleypt heimsbyggðinni í bál á þessari öld. Því sé
brýnt að tengja löndin saman, leggja áherslu á sameiginlegan arf en draga úr þjóð-
ernisáhrifum. í beinhörðum inntaksþáttum sögunnar hefur þetta komið fram í
9 Veruháttur = habitus, meira eða minna ósjálfráð viðbrögð við umhverfinu (hugtakanotkun Pierre Bourdieu).
59