Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 64

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 64
INNTAK SOGUKENNSLU isvarði bendir honum á erfðahyllinguna (einveldisskuldbindinguna, Kópavogs- fundinn) árið 1662 og telst til þjóðarsögunnar. Þessi viðburður snertir nemandann sem íslending og Norðurlandabúa, jafnvel Evrópumann þar sem einveldið var evrópskt fyrirbæri. En kemur þeim sem býr í Kópavogi þessi atburður sérstaklega við? Það var tilviljun sem réð að erfðahyllingin fór fram í Kópavogi en ekki á Þing- völlum. En staðurinn er til minnis um samhengi og nálægð, að menn réðu ráðum sínum á sama stað fyrir rúmum 300 árum. Myndi söguvitund og sjálfsmynd nem- andans veikjast eða styrkjast við að kryfja atburðinn og komast e.t.v. að því að Danir kúguðu engan til að afsala réttindum og að menn skemmtu sér við söng og dans á eftir? Kópavogur á sér aðra fortíð sem er yngri og lýsir byggð sem óx upp eftir seinna stríð. Þetta er ekki átakasaga á ytra borði og hún á sér fátt um minnis- varða. Hvernig eiga nemendur að nálgast slíka sögu sem ekki bíður tilbúin í kennslubókum? Þeir geta farið í leit undir leiðsögn kennara en ekki er hægt að ætl- ast til að þeir geti unnið það verk frá grunni. Fræðimenn og sveitarfélagið verða að koma til hjálpar. Nýjar rannsóknaraðferðir og ný viðhorf geta greitt fyrir og ljáð viðfangsefninu vægi og samhengi. Áhersla á söguvitund og viðmið í nútímanum má þó ekki verða takmarkandi. Fyrri tíma fólk er ekki einungis efniviður í nútíma heldur lifði sínu lífi sem laut skilmálum síns tíma og skapaði sér svigrúm sem ekki verður skilið nema að reynt sé að setja sig inn í tíðaranda án nytjasjónarmiða eftirtímans. Og nemendur eru ekki einungis þegnar í einu þjóðríki eða bæjarfélagi. Þeir eru mannverur sem er skömmtuð tilvera á jörðinni um nokkra hríð og sækja í söguna til að hefja sig yfir stað og stund, skoða sögu mannsins í veröldinni og stöðu sína í lífkeðju kynslóðanna, upp- hefja takmörk mannsævinnar, hugsa frjálst og skapa. NIÐURLAG Sagan birtist víðar en í sögukennslu í skólum. Hún er víða sýnileg - í bókmenntum, listum, tungumáli, á söfnum, í byggingum, landslagi, í tali manna og enn víðar. En stjórnvöld og þjóðirnar hafa ákveðið að henni skuli sérstaklega helgaðar stundir í skólum þar sem hún er ekki einungis sýnileg heldur skoðuð, skilgreind, krufin og meðhöndluð. Þó að sögukennsla í skólum sé að jafnaði ekki brýnasta áhugaefni al- mennings eða stjórnvalda er inntak hennar fjöregg sem ekki leyfist að kasta hvernig sem er. Þegar nærri því er gengið er slegið á viðkvæma strengi. Áður en varir geta deilur sprottið upp og stóryrði fallið. Sagan er hin sameiginlega minning (Guð- mundur Hálfdanarson 1998) sem er ríkur þáttur í sjálfsmynd einstaklinga og þjóða. „Hvarvetna og ófrávíkjanlega þar sem sögustríð hafa brotist út", segir sagnfræð- ingur sem stóð í stormum námskrárátaka í Bandaríkjunum fyrir fáum árum og ber saman við Evrópu, „er þjóðernið og sameiginleg minning helsti ásteytingarsteinn- inn" (Nash, Crabtree og Dunn 1998:128). Opinbert skólakerfi hefur sögu á dagskrá sem námsgrein. Á hverjum tíma þarf því að velja og móta inntak hennar. Inntakið þarf að taka mið af einstaklingunum sem söguna nema. Þeir einstaklingar heyra til samfélagi, bæði smáu, svo sem fjöl- skyldu, og stóru - sveitarfélagi, þjóð, heimsbyggð. Þjóðin er hið samfélagslega við- 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.