Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 74

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 74
ANIMUS OG SKUGGI HELGU KARLSDÓTTUR innsæi, sem eru mest einkennandi fyrir viðkomandi einstakling (Jung 1966:297). Því sterkari og stífari sem hin félagslega gríma mannsins er og því meira sem hann samsamar sig henni því fremur afneitar hann öðrum mikilvægum þáttum persónu- leikans. Þessir þættir eru bældir í dulvitundinni og mynda skuggann. Skuggi Helgu - tíkin Gullintanna Dulvitund mannsins býr yfir skuggahliðum sem einstaklingurinn verður að horfast í augu við á leið sinni til þroska. En að slíkum átökum loknum getur skugginn orð- ið meðvitaður hluti sjálfsins og ljáð eiganda sínum ómetanlegt innsæi. Slíkur skuggi Helgu karlsdóttur birtist sem tíkin Gullintanna, en skugginn er ævinlega af sama kyni og sá sem ber hann. í skugganum eru fólgnir þættir sem mynda á einhvern hátt mótvægi við sjálfsvitundina. Þar sem skugginn er dulvitaður er hann frum- stæðari og ómótaðri en þeir þættir sálarlífsins sem náð hafa upp í vitundina. Einnig er að finna í skugganum hliðar sem maðurinn hefur bælt af því hann blygðast sín fyrir þær; óviðurkvæmilegar óskir og geðshræringar sem eru ósamrýmanlegar félagslegum viðmiðum og félagslegu grímunni. Eins og bandaríski greiningarsálfræðingurinn June Singer bendir á er skugginn hins vegar nauðsynlegur þáttur í manninum því án hans væri maðurinn holur (1995:165). Þess ber að geta að skugginn býr venjulega einnig yfir kostum, sem eru sjálfsvitundinni nauðsynlegir, en þeir birtast þannig að erfitt reynist að aðlaga þá vitundinni. Eigi það að takast er nauðsynlegt að einstaklingurinn kalli fram í sjálfsvitund sína lítillæti og enn fremur víðsýni (von Franz 1990b:170-171, 175). Því bældari sem skugginn er því neikvæðari og hættulegri verður hann. Helga er hins vegar í afar opnu og góðu sambandi við þennan hluta dulvitundar sinnar enda reynist tíkin henni hinn besti ráðgjafi. Eftir að foreldrarnir eru báðir fallnir frá, eða með öðrum orðum eftir að Helga þarf í æ ríkari mæli að fara að treysta á sjálfa sig, verður Gullintanna henni „ómetanlegur félagi" eins og segir í ævintýrinu. Þegar á reynir gerir Gullintanna Helgu viðvart með því að gelta og Helga leggur eyrun við, tekur mark á tíkinni og spyr: „Afhverju ertu aðgelta, Gullintanna mín?" Gullintanna svarar að bragði: „Gýgur er kominn aðgarði." Ekki er tilviljun að hundur er valinn til þess að gegna hlutverki skugga sem stendur tiltölulega nálægt vitundinni og á greiðan aðgang að sjálfsvitundinni. Hundur er sú skepna sem mest hefur hænst að manninum og hefur reynst honum hinn tryggasti þjónn. Hundur stendur vörð um húsbónda sinn og í grískri goðafræði er varðar- starf þríhöfða hundsins Kerberosar tengt undirheimum þar sem hann stendur vörð um landamæri þessa heims og annars. Einnig er hundur tákngervingur fyrir guð- inn Hermes sem í grískri goðafræði fylgir hinum dánu til undirheima. Hermes naut leiðsagnar hundsins Síríusar sem var „hin alltsjáandi árvekni" (Cooper 1993:50, 92). Tíkin Gullintanna stendur vörð um Helgu og vísar henni leið um undirheima sálarlífsins, dulvitundina, í átökum við þau öfl sálarinnar sem liggja enn dýpra en skugginn. Þessi öfl eru animus sem birtist í hinum frumstæðu risum en vikið verður nánar að þeim síðar. 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.