Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 75

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 75
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR Heitið Gullintanna hefur óneitanlega beina skírskotun til norrænnar goðafræði þar sem eitt af auknefnum ássins Heimdallar, varðmanns goðanna, var Gullintanni eða „hinn gulltennti". Þetta heiti mun eiga að gefa vísbendingu um hlutverk Heim- dallar sem goðs sólar, dags eða morgunroðans (Simek 1993:99). í Völuspá er Heim- dallur kynntur sem ættfaðir mannkynsins sem gefur til kynna ákveðinn skyldleika við Hermes sem á sér heimkynni bæði í mannheimum og goðaheimum (Eddu- kvæði 1985,1 b:72). Enn fremur hefur því verið haldið fram að Heimdallur sé elds- goð og hliðstæða indverska eldguðsins Agni (Simek 1993:99,110-111). Agni er eins og Heimdallur gulltenntur, en tennur hans, skörp tungan og hárflókarnir eiga að merkja eldsloga (Cooper 1993:100). Heimdallur er vörður goða og situr við himins enda að gæta brúarinnar Bifrastar fyrir bergrisum. í Gylfaginningu Snorra Sturlu- sonar er Heimdalli lýst þannig (Snorri Sturluson 1907, Gylf. 27): ... hann þarf minna svefn en fugl; hann sér jafnt nótt sem dag hundraÖ rasta frá sér; hann heyrir ok þat, er gras vex á jöröu eða ull á sauðum ok alt þat, er hæra lætr; hann hefir liiðr þann, er Gjallarhorn heitir, ok heyrir blástr hans í alla heima. Ljóst er að stelpan Helga er vel sett með slíkan vörð og hjálparhellu sem Gullintanna er sem á tengsl að rekja hvað snertir heiti og hlutverk til sjálfs útvarðar goðanna. Jung heldur því fram að tvær mikilvægustu uppgötvanir mannsins, að ná tök- um á eldinum og skapa sér tungumál, eigi sér sameiginlegan sálrænan bakgrunn (Jung 1975,1:167). í þessu sambandi er ekki úr vegi að veita því eftirtekt að Hermes, sendiboði grísku guðanna sem ferðast á milli goðheima, jarðar og undirheima, er einnig sagður guð tungumálsins. „Hann veitir mönnum málsnilld" segir um Hermes í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar á Kennslubók í goðafræði Grikkja og Rómverja eftir H. W. Stoll frá síðustu öld (Stoll 1871:58). Þessi kennslubók var notuð víða í Þýskalandi og trúlega þýskumælandi löndum og því ekki ólíklegt að hana hafi borið fyrir augu Carls G. Jungs. Páll Skúlason heimspekingur vekur athygli á að grísku orðin „hermeneuen" (að túlka) og „hermeneia" (túlkun) séu dregin af nafni Hermesar og komi víða fyrir í grískum fornritum (Páll Skúlason 1981:175). í yfirlitsverki sínu um tákn bendir J. C. Cooper á að hundar hafi táknrænt gegnt margþættu hlutverki í mörgum menn- ingarsamfélögum. Auk hins alkunna varðarstarfs gegni hundar hlutverki túlkanda á milli dauðra manna og guða og hundar komi með eld eða geti stjórnað eldi annaðhvort af því þeir hafi uppgötvað eldinn eða hafi séð manninn kveikja eld. Cooper getur þess einnig að í sumum samfélögum sé litið á hunda sem ættfeður (Cooper 1993:92). Þessi hlutverk hundsins eiga sér bersýnilega hliðstæðu í hinum margþættu hlutverkum bæði Heimdallar og Hermesar. Animus Helgu - eldur og risar Eins og allar frásagnir byggist ævintýrið um Gullintönnu á samspili jafnvægisrösk- unar og jafnvægisleitar. Hér felst jafnvægisröskunin eða vandamálið á yfirborðinu í því að eldurinn slokknar í kotinu og Helga þarf að útvega eld að nýju. Að öðrum kosti er henni nauðugur einn kostur að leggjast fyrir og deyja. Móðir Helgu, sem sýnilega stendur fyrir kvenlega visku eða fornmyndina „hina miklu móður", leggur henni lífsreglurnar áður en hún deyr: 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.