Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 88

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 88
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA sóknum með langtímasniði. Doherty og Allen (1994) taka í sama streng og telja lítinn metnað hafa verið lagðan í það að standa að vönduðum rannsóknum á tengslum fjölskylduhátta og reykinga unglinga. Við tökum undir þessa gagnrýni og viljum jafnframt finna að því, að þótt notaðar séu viðurkenndar mælingar á upp- eldisháttum er tilhneiging til að nota einhæfar mælingar (sjá til dæmis Doherty og Allen 1994). Enda hefur verið bent á hve mjög vanti mælingar almennt sem taki mið af mismunandi tegundum uppeldishátta (sjá til dæmis Lamborn, Mounts, Steinberg og Dornbusch 1991). I þessari rannsókn, sem er með langtímasniði, er lögð áhersla á að nota vand- aðar mælingar á uppeldisháttum og greina þá að eftir því hvers eðlis þeir eru. Sótt er í smiðju Baumrind (1971) sem er þekkt víða um heim fyrir rannsóknir sínar á uppeldisháttum foreldra og hvernig þeir tengjast ýmsum þroskaþáttum barnanna. I athugun á uppeldisháttum foreldranna dró hún fjóra þætti fram: - hvernig for- eldrar stjórnuðu barninu, - hvers konar þroskakröfur, félagslegar, tilfinningalegar og vitsmunalegar, foreldrar gerðu til barnsins, - hvernig foreldrar notuðu skýringar í samskiptum við börnin og - hvort hlýja og hvatning einkenndi samskiptin. Baum- rind (1991a, 1991b) hefur greint foreldrana í fjóra hópa eftir því hvað einkennir upp- eldishætti þeirra: Leiðandi foreldra (authoritative), skipandi foreldra (authoritarian), eftirláta foreldra (permissive) og afskiptalausa foreldra (rejective-neglecting). Leiðandi foreldrar krefjast þroskaðrar hegðunar af barninu og taka vel á móti hugmyndum þess. Þeir setja skýr mörk um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýringar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þeir eru hvorki uppáþrengjandi né setja börnunum stólinn fyrir dyrnar. Þeir sýna börnunum og mikla hlýju og uppörvun. Eftirlátir foreldrar bregðast vel við hugmyndum barna sinna, leyfa töluverða sjálfsstjórn og sýna þeim hlýju. Hins vegar setja þeir börnun- um ekki skýr mörk. Þeir eru undanlátssamir og forðast beina árekstra. Skipandi for- eldrar stjórna börnunum með boðum og bönnum og þeir refsa þeim fyrir mis- gjörðir. Reglur eru skýrar. Þeir vænta þess að skipunum þeirra sé hlýtt án útskýr- inga. Þeir nota því sjaldan röksemdir og sýna börnunum litla hlýju og uppörvun. Afskiptalausir foreldrar ala börnin upp í stjórnleysi, setja ekki mörk og gera ekki kröfur til þeirra. Þeir bregðast ekki við hugmyndum þeirra og veita þeim ekki stuðning. Vanræksla einkennir uppeldisaðferðir þeirra. Baumrind (1971) segir börn leiðandi foreldra reynast afar virk og þroskuð. Þau sýni mikið sjálfstæði, mikinn sjálfsaga og hafi tiltrú á sjálfum sér. Auk þess séu þau vingjarnleg og samvinnufús. Börn eftirlátra foreldra eru þroskuð, vinsamleg og sjálfstæð eins og börn leiðandi foreldra. Unglingar (15 ára) eftirlátra foreldra eru þó líklegri en unglingar leiðandi foreldra til að neyta vímuefna (neysla tóbaks, áfengis, hass og annarra vímuefna sameinuð í eina breytu, sbr. Baumrind 1991a, 1991b). Börn skipandi foreldra hafa fremur litla tiltrú á sjálfum sér og þau eru bæid og vansæl. Einnig eru þau óvinveitt, tortryggin og vantreysta öðrum. Skipandi og leið- andi foreldrum tekst álíka vel til við að forða börnum sínum frá vímuefnaneyslu. Börn afskiptalausra foreldra reynast óþroskuðust með tilliti til þeirra þátta sem athugaðir hafa verið. Þau hafa minnsta tiltrú á sjálfum sér, skortir sjálfsaga og eru árásargjörn. Vímuefnaneysla þeirra var jafnframt mest. 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.