Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 107

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 107
ÞORSTEINN P. GUSTAFSSON ræting hefða og gilda, hefur breytzt nokkuð. Það snýst nú meira um að taka á hinu almenna uppeldi sem áður fór fram á heimilunum og halda uppi aga eða reyna það. Þessu námi á að vera lokið í grunnskóla. Reynslan er sú að ungmenni, sem koma í framhaldsskóla, eiga einatt margt ólært á þessu sviði þroskans. Þar af leiðir að sá þroski sem börn eiga að hafa til náms, iðjusemin sem lærist á aldrinum 6-11 ára, er ekki til staðar og þekkingaröflunin því brotakennd. Við opnun framhalds- skólans fyrir öllum nemendum án tillits til frammistöðu úr grunnskóla, flyzt þetta uppeldishlutverk á framhaldsskólastigið. Þar opinberast einnig þekkingarskortur mjög margra nýnema á þeim grundvallaratriðum sem þeir eiga að hafa sem vega- nesti í framhaldsnámi. Þar með er framhaldsskólastigið komið í þá aðstöðu að þurfa að endurmennta og siðvæða hluta nemenda sinna, kenna þeim það sem þeir áttu ólært við lok grunnskóla. Framhaldsskólinn er því farinn að taka viljandi eða óviljandi við hlutverki grunnskólans og kraftar hans beinast æ meira að því að veita þeim aðstoð í grunnnámi sem verst eru staddir. ÞEKKING OG STREYMI UPPLÝSINGA Þetta er þeim mun afdrifaríkara fyrir framhaldsskólann sem kröfur samfélagsins, upplýsingaþjóðfélagsins, til hans aukast sífellt á þekkingarsviðinu. Það hlutverk þessa skólastigs, sem er fyrst og síðast að auka við þekkingu og færni nemenda enn frekar og byggja þar á iðjusemi og þekkingargrunni grunnskólans, verður honum því erfiðara. Við lifum á tímum mikilla breytinga og hraðfara vaxtar þekkingar. Það skiptir því framhaldsskólann miklu að miðla ekki aðeins nýrri þekkingu og færni til að nýta sér hana, heldur einnig að velja úr allri þekkingunni sem verður til. Hvað á framhaldsskólinn að kenna? Hverju á hann að sleppa? Þessar spurningar verða sífellt áleitnari því að ekki er hægt að kenna allt og e.t.v. er kennt minna en áður vegna þess að nemendur eru misjafnlega vel á vegi staddir, þvert ofan í þá stefnu sem fylgja þarf. Af öllu þessu leiðir að framhaldsskólinn verður aðeins bein fram- lenging grunnskólans og veitir þar að auki aðeins almenna grunnmenntun á bók- námsbrautum í krafti óljósrar markmiðssetningar. Þetta gerist á sama tíma og öll rök hníga að því að bæta við þekkingarforðann fremur en að rýra hann eða seinka náminu. Það sem ætti því að vera meginverkefni framhaldsskólastigsins, að miðla nýrri þekkingu af kappi í miðri upplýsingabyltingunni, þokar fyrir uppeldismark- miðinu án þess að nokkuð verði að gert. Við þetta bætist að tilboðin sem þjóð- félagið býður ungmennum, allt valið sem býðst á mörgum sviðum, gerir ungling- um sífellt erfiðara að gera upp hug sinn um nám, starfstilboð eða almenna lífs- stefnu. Þeir eru því ekki til þess búnir 16 til 18 ára að sérhæfa sig og velja starfsnám. Tveggja ára starfsmenntabrautir strax eftir grunnskólanám veita ekki yfirgrips- mikla þekkingu eða færni þó að á þröngu sviði sé. Brautskráður nemandi úr slíku námi hefur ekki þann lágmarksþekkingarforða í tungumálum eða raungreinum sem byggjandi er á við símenntun eða endurmenntun síðar á ævinni. Eðli starfsmenntunar er einnig að breytast. Nám í hinum löggiltu iðngreinum gerir nú miklu síður kröfur til handlagni og líkamlegrar færni eða leikni í meðferð handverkfæra og efnismótunar. Sjálfvirkni og verksmiðjuframleiðsla hefur leyst 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.