Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 109

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 109
ÞORSTEINN P. GUSTAFSSON fræðslan hvarf úr höndum iðnmeistara inn í skólakerfið losnaði mjög um verk- greinakennsluna. Verkmenntun er ekki lengur í umsjá og á ábyrgð meistaranna heldur hefur allt forræði á þessu námi verið flutt til menntamálaráðuneytisins. Það er engin hefð í bóknámsskólunum fyrir þessum greinum og trú hinu akademíska menntakerfi hneigist bókmennta- og sagnaþjóðin til hins bóklega náms, þrátt fyrir yfirlýsingar um gildi verknáms og forgangsröðun þess. Þrátt fyrir tillögur nefndar um mótun menntastefnu í þá veru að endurvekja þátttöku og ábyrgð iðngreinanna á reynslan eftir að skera úr um hvort hinn hefðbundni íslenzki bóknámsskóli siglir ekki sinn akademíska sjó eins og verið hefur. Reyndar má vera að kjarnaskóla- hugmyndin (sbr. bílgreinanám við Borgarholtsskóla) sé vísbending um að þessi tengsl séu að myndast að nýju milli skóla og atvinnulífs. Of snemmt er þó að dæma um hvort sú samvinna reynist varanleg og einnig hvort hún hefur eitthvert for- dæmisgildi fyrir aðra framhaldsskóla. VERÐUR FRAMHALDSSKÓLINN EINGÖNGU BÓKNÁMSSKÓLI? Eru þá engin rök sem hníga að því að starfsnám eigi sér stað á framhaldsskólastigi? Á aldurshópurinn 16 til 19 ára eingöngu að læra á bókina ef ofangreindar hugleið- ingar verða ofan á eins og margt bendir til? Svar við þessum spurningum er senni- lega jafnloðið og lagagreinin um markmið framhaldsskóla í framhaldsskólalög- unum. En þessu verður þó að svara neitandi. Ástæðan er sú að við brotthvarf verk- náms missir æskufólk af þeim mikilvæga þroska sem í því felst að vinna í höndun- um, fá útrás fyrir sköpunarmátt sinn og gleðjast yfir fullunnu verki í formi fagurs handbragðs. Hvorki má gleyma því né vanrækja á þessu mótunarskeiði ungmenna að þroski er ekki eingöngu bundinn við þekkingaröflun, þjálfun rökhyggju og annarrar vitsmunalegrar starfsemi. Greind felst ekki einvörðungu í þessum þáttum. Það þarf einnig að þroska leikni í formi skapandi tjáningar og færni á leiknisviði með fyrrgreindu verknámi. Er það í samræmi við kenningar Benjamins Blooms um skiptingu mannlegra hæfileika í þrjú svið: Þekkingarsvið (cognitive domain), við- horfa- og tilfinningasvið (affective domain) og leiknisvið (psychomotor domain; sjá Bloom o.fl. 1956-1964). Þetta á ekki síst við um þau ungmenni sem ekki hafa náð tökum á venjulegu bóknámi í grunnskóla og eru komin í þá stöðu að verða sífellt undir í námi. Fyrir þetta unga fólk eru til dæmis starfræktar starfsmenntabrautir við Iðnskólann í Reykjavík með góðum árangri. Slíkt nám er ekki hefðbundið iðn- nám, veitir hvorki réttindi á sviði löggiltra iðngreina né aðgang að vinnu á vinnu- markaði. Það er fyrst og fremst hugsað til að gefa þessum nemendum kost á að njóta sín í námi á öðrum sviðum en hinu bóklega og fá á þann hátt sjálfstraust sem oft er horfið við fyrri ósigur í skólastofunni. Einnig er mikilvægt að allir framhaldsskólanemar eigi þess kost að þjálfa leikni- sviðin auk hins almenna bóknáms. Væri það þá fyrst og fremst viðbót við bók- námið og fæli í sér verknám sem miðaði að því, auk ofangreindra leiknimarkmiða, að fólk fengi þjálfun í ýmsu sem gott er að geta gert í höndunum, sjálfum sér til bjargar í lífinu. Þetta gæti verið nokkurs konar framhald á handmenntagreinum 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.