Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 116
UMHYGGJA OG AGI FARA SAMAN
kennaranema hef ég auðvitað áhyggjur af því hvernig ég geti sem best búið
nemendur mína undir starfið og því hvort ég geti gert eitthvað til að létta þeim lífið
við kennslu og stjórnun bekkjar. Það geri ég auðvitað með því að kenna nemend-
unum öguð vinnubrögð og með því að sýna þokkalegt fordæmi í þeim efnum. En
það er sennilega ekki nóg. Helst vildi ég breyta vinnufyrirkomulagi grunn- og
framhaldsskóla, einkum með því að draga úr hópkennslu og fyrirlestrahaldi. En
það er heldur ekki nóg auk þess sem áhugi minn á því að breyta vinnubrögðunum
þar kemur nemendum mínum að takmörkuðu haldi í veruleika dagsins í dag.
Bókin Leiðbeiningar um aga til umhyggjusamra kennara er því kærkomin. Hún er
eftir Marilyn E. Gootman sem er prófessor í kennaramenntun við Georgíuháskóla.
Hún hefur starfað sem grunnskólakennari og ráðgjafi kennara og haldið fjölda
námskeiða um margvísleg efni, svo sem um áföll og agastjórnun. Þessi bók fjallar
einmitt um haldgóð ráð sem kennarar geta notað til að bregðast við þeim atburðum
sem óhjákvæmilega verða í skólastarfi og stundum teljast óhlýðni og agabrot en eru
oftar réttmæt og eðlileg uppþot barna og unglinga yfir smámunum sem gætu alveg
sett fullorðna manneskju úr jafnvægi.
Gootman byrjar bókina á því að benda á að flestir stunda kennslu vegna áhuga á
börnum og unglingum og hún skrifar bókina fyrir slíka kennara. Hún fjallar um
hugtakið agi hins umhyggjusama kennara sem felst í að kenna börnum að breyta rétt.
Umhyggjusamur kennari setur mörk, veitir nemendum möguleika á að bera
ábyrgð, leitast við að efla sjálfstraust nemenda og hjálpar þeim við að leysa úr
vanda sem upp kemur, bæði um námið og samskipti. Umhyggjusamur kennari
kennir nemendum sínum því að fara rétt að. Forsendur Gootman eru einkum þrjár:
að kennarar séu hæfileikaríkar manneskjur sem nota kollinn, að börn séu ekki fædd
slæm og að kennarar geti gert gæfumun í lífi þeirra barna sem búa við skort af
einhverju tagi heima hjá sér.
Gootman segir að með því að refsa sé nemendum í besta falli kennt að gera ekki
það sem er rangt. Hún heldur því fram að vinsæl agastjórnunarkerfi, sem hafa náð
verulegri útbreiðslu í Bandaríkjunum og mun verða reynt að setja á markað
hérlendis, virki illa því að nemendur finni stöðugt nýjar leiðir til að trufla, ef þeir
kæri sig um. Þessi kerfi byggjast gjarna á því að skilgreina „afleiðingar" (eiginlega
hálfgert feluorð fyrir refsingu) sem tiltekin brot hafi undantekningarlaust í för með
sér, í stað þess að þau séu metin hverju sinni. Gootman staðhæfir að engar einfaldar
lausnir séu til í þessu efni og að kennarar verði einfaldlega að sætta sig við að aga-
stjórnun taki bæði tíma og á taugar. Þar af leiðandi ver hún fyrstu köflum bókar-
innar í að ræða skynsamlegar aðferðir við að setja reglur og viðmið. Hún leggur
langmesta áherslu á að kennarar þrói skynsamlegt og skilvirkt vinnulag, til dæmis
við frágang gagna, skiptingu milli viðfangsefna í kennslustund og gjöf fyrirmæla,
en einnig að reglur um matarhlé, söfnun mjólkurmiða og þvíumlíkt séu skýrar.
Þannig leggur Gootman áherslu á þær reglur sem snerta námið sjálft en einnig á
festu í þáttum er snerta grundvallarþarfir okkar.
Næstu kaflar bókarinnar fjalla um sjálfstraust, hrós og verðlaun, samskipti og
hvernig á að fást við það þegar reiði brýst út. Hún fjallar m.a. um ólíkar gerðir svq-
114