Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 117
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON
kallaðra „ég-skilaboða". í síðustu köflum bókarinnar er bent á aðferðir vandamála-
lausna til að eiga við óþægð og ýmiss konar áföll.
Meðal þess sem Gootman mælir með er að kenna nemendum að hlusta, til
dæmis með því að hafa munnleg verkefni, opnar frásagnir, hlutverkaleiki og bekkj-
arfundi sem hluta af námsefninu. Gootman gefur góð ráð um hvernig kennarar
geta tekið á óþægð og enda þótt hún mæli með mildum aga, þá gerir hún ekki ráð
fyrir því að slík agastjórnun dugi í öllum tilvikum. Viðurlög verða samt að vera
réttlát og í tengslum við „brotið"; nemandi sem lauk ekki við heimavinnu er ekki
sendur úr tíma, heldur er kannað hvað kann að hafa valdið, til dæmis hvort nem-
andinn skildi viðfangsefnið. Og hvað gerir nemandi sem fær ekki að fara út í frí-
mínútur vegna ókyrrðar í sæti sínu? Situr hann kyrrari en fyrr þegar frímínútunum
er lokið? Að svipta barn frímínútum og þeirri hreyfingu sem þær bjóða upp á er
mjög varhugavert og verður að meta hvort slík aðgerð á rétt á sér sem afleiðing
óþægðar.
Reyndar setur Gootman viðurlög upp í töflur þar sem þau eru metin, til dæmis
hvernig nota ætti brottrekstur úr kennslustund (bls. 117) og sviptingu frímínútna
(bls. 118). Síðari taflan heitir Mat á sviptingu frímínútna sem viðurlögum eða refsingu
og er sett þannig upp að í fyrsta dálki er það sem nemandi gerði af sér en í hinum
dálkunum eru svör við spurningum (sjá Töflu 1). Er aðgerðin í skynsamlegu sam-
hengi við það sem nemandinn gerði? Er svipting frímínútna líkleg til að efla
ábyrgðartilfinningu eða viðhalda sómatilfinningu nemandans?
Tafla 1
Mat á sviptingu frímínútna sem viðurlögum eða refsingu
Hegðun Skynsamlegt? Eflir ábyrgð nemanda? Viðheldur sóma?
Grófur leikur Að hafa ekki unnið já íá já
heimavinnu stundum nei nei
Mas í kennslustund nei nei nei
Fjögur merki' nei nei nei
* Merkin fjögur fékk viðkomandi nemandi fyrir að tala of mikið, hlaupa á ganginum á leið á klósettið
og skila ekki vinnu að kennslustund lokinni.
Mér sýnist að Gootman telji að grófur leikur bendi til þess að róa þurfi viðkomandi
niður en hin atriðin séu þess eðlis að ætla megi að heilbrigður leikur og hreyfing í
frímínútum létti á. Um þetta má eflaust deila - en ég sýni hér vinnubrögðin því að
ég man ekki til þess að hafa séð svona töflu á íslensku. Ef kennarar í skóla kæmu
saman og hver og einn byggi til sínar töflur, væru þær ágætur grundvöllur um-
115