Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 118
UMHYGGJA O G AGI FARA SAMAN
ræðna um sanngjörn viðbrögð og viðurlög. Vissulega gætu töflur um viðbrögð við
óþægð orðið að kerfi sem allir ættu að fylgja - en ég held að slíkar töflur muni ekki
leiða til vélrænna, ómanneskjulegra refsinga.
Gootman bendir á leiðir til þess að fást við reiði nemenda. Ef nemandi kemur
reiður í kennslustund, til dæmis úr frímínútuny og er ekki fús til þess að slaka á,
hvað á þá kennari að gera? Kennari þarf að viðurkenna að nemandi sé reiður: „Svo
að þér líður illa", fremur en að segja „Þú ert ekki reið/ur". Kennari þarf líka að
forðast að ásaka nemanda með því að segja honum að reiði sé óskynsamleg og
umfram allt þarf kennari að halda eigin ró. Oft dugar þetta en svo bendir Gootman
á leiðir til þess að fá nemandann til að segja meira frá reiðinni.
Gootman leggur mikið upp úr því að kennarar kynni sér ástæður þess að
nemandi sé reiður eða hegði sér illa. Hún helgar síðari hluta þeirra kafla sem fjalla
um reiði og óþægð heppilegum leiðum til að kynna sér ástæður fyrir reiði og
óþægð nemenda og ræðir algengar ástæður slíkrar hegðunar. Ég vil ekki gera lítið
úr því að undir tímaálagi í nútímaskóla finnist kennurum þeir hafi of lítinn tíma til
að sinna slíkum rannsóknum. Því enda þótt margar af ástæðum reiði og óþægðar
liggi utan skólans, þá liggja sumar orsakir í skólanum, í námsefninu, í aðferðum eða
viðmóti kennara - í stuttu máli sagt í einhverju sem kennari getur breytt. Og ef
kennarar barnsins geta ekki breytt aðstæðum til batnaðar, þá verða þeir að hafa
einhverja hugmynd um hvert á að leita. Rannsókn af þessu tagi er vissulega auð-
veldari fyrir bekkjarkennara en fagkennara í unglingadeild safnskóla sem kennir
fáar stundir á viku og enginn í skólanum þekkir nemandann og sögu hans. Ekki má
skilja orð mín svo að safnskólar séu slæmir vegna þessa, heldur fremur að við þær
aðstæður er samvinna kennara afar nauðsynleg til að vinna gegn ókostum fyrir-
komulagsins. Og mun duga til þess.
Meðal þess sem Gootman mælir gegn er sjálfvirkt hrós í stjörnuformi. Hún
bendir á að nemendur geti verið fljótir að safna svo mörgum stjörnum að ekki sé
eftir neinu að sækjast lengur. En þetta er líka vegna þess að stjörnur eru ekki neitt
tengdar eðli námsefnisins. Og almennt mælir Gootman með því að agastjórnun sé
sem best tengd námsefninu. í því skyni er vert að benda á að í Aðalnámskrá grunn-
skóla frá 1989 er mjög mikið af markmiðum er snerta samskipti og samskiptahæfi
nemenda og verða vonandi í nýrri aðalnámskrá.
Lokakaflinn, um hvernig kennari getur unnið í málum nemenda sem eiga í
erfiðleikum heima fyrir eða hafa orðið fyrir áfalli, er mjög gagnlegur. Gootman
kennir lesandanum að þekkja einkenni alvarlegra áfalla og greina þau frá annars
konar hegðun, sem veldur truflun, og leggur til viðbrögð sem geta verið blanda af
því að leita aðstoðar og þess að barnið geti haldið áfram í bekknum á sömu forsend-
um og önnur börn.
Bók Gootmans segir reyndum kennurum sennilega ekki margt sem þeir ekki
vissu en þó kann að vera að mörgum finnist gott að lesa suma kaflana til að átta sig
á því að þeirra reynsluviska er reynsluviska margra annarra. Mér sýnist bókin vera
byggð á sígildum hugmyndum um agastjórnun í bland við rannsóknarniðurstöður
og nútímalegar hugmyndir ættaðar úr sál- og meðferðarfræðum en heilsusamlega á
skjön við þá tilhneigingu að negla agastjórnun niður í kerfi þar sem ekki er tekið
116