Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 18
þegar þess væri gætt, að á þeim tíma, er máli skipti, hefði margsinnis verið breytt þeim skipulagsáætlunum, sem verið hefðu grundvöllur eignarnámsleyfanna. Þá taldi dómurinn, að byggingarbannið hefði íþyngt kærendum enn frekar. Annar eigandinn hefði um 25 ára skeið verið hindraður í full- um notum eignarréttar síns, en hinn eigandinn í 12 ár. Niðurstaða mannréttindadómstólsins varð sú, að umrædd eignar- námsleyfi og byggingarbönn hefðu raskað því sanngjarna jafnvægi, er ríkja ætti milli almannaþarfa og verndar eignarréttar. Kærendum hefði verið íþyngt sérstaklega og fram úr hófi. Það hefði því aðeins verið réttlætanlegt, að þeir hefðu átt kost á styttingu ofangreinds gild- istíma eða bótum, en hvorugum þeim kosti hefði verið til að dreifa. Af þessum sökum hefði 1. gr. 1. samningsviðauka verið brotin á báðum kærendum. 4. Nokkrar athugasemdir í tilefni ofangreinds dóms. Rétt er að vekja athygli á því, að niðurstaða framangreinds dóms byggðist á mjög naumum meirihluta, 10 atkvæðum gegn 9. Minni- hlutinn taldi umrædda eignarskerðingu fá staðist samkvæmt 2. máls- gr. 1. gr., en ekki er ljóst, að hve miklu leyti ágreiningur var meðal dómara um ýmis grundvallarsjónarmið við skýringu 1. gr., sbr. eink- um 2. gr. í áliti minnihlutans. Hér er þeirri skoðun fylgt, að með dómi þessum hafi verið stigið þýðingarmikið skref við mótun grund- vallarsjónarmiða við skýringu 1. gr. Framangreindur dómur ber vitni um dirfsku í lögskýringum og þá stefnu, að eigi beri að líta á Mannréttindasáttmála Evrópu sem stein- runnið plagg, heldur sé hann sveigjanlegur í þeim skilningi, að hann beri að skýra í ljósi aðstæðna og framvindu mála á sviði þjóðfélagsins á hverjum tíma. Þetta sjónarmið er að vísu ekki nýtt af nálinni. Það hefur verið ráðandi bæði hjá mannréttindanefndinni og mannréttinda- dómstólnum. Með umræddum dómi var blásið lífi í ákvæði, sem af mörgum var talið illa samið og lítils virði. Viðhorf mannréttindanefndarinnar hafa og gengið nokkuð í sömu átt á síðustu árum, þar sem nefndin hefur tekið ýmis mál út af 1. gr. til rækilegri athugunar en áður tíðkaðist. Til samanburðar við fyrrgreindan úrskurð nefndarinnar frá 29. maí 1967 út af þjóðnýtingu breska stáliðnaðarins má þannig geta þess, að kærur vegna þjóðnýtingar breskra fyrirtækja á sviði flugvéla- og skipasmíði voru teknar til frekari meðferðar („declared admissible“) 220
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.