Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 21
skatta, annarra gjalda og sekta. Til sviptingar eigna verða fyrst og fremst taldar ráðstafanir, er fela í sér afnám eignarréttinda, en áhrif ráðstafana í raun kunna stundum að verða lögð að jöfnu við afnám réttinda og þær taldar til eignarsviptinga, sbr. eftirfarandi ummæli í fyrrgreindum dómi mannréttindadómstólsins frá 23. september 1982 (Sporrong og Lönnroth, sbr. 2. málsgr. í 63. gr. dómsins): „ ... However, although the right in question lost some of its sub- stance, it did not disappear. The effects of the measures involed are not such that they can be assimilated to a deprivation of posses- sions ... “ I máli á hendur Bretlandi (Arondelle) kom til athugunar, hvort hávaði frá flugumferð hefði haft í för með sér svo mikla lækkun á verðmæti húseignar í grennd við flugvöll, að brotið væri gegn 1. gr., en bresk lög gerðu ekki ráð fyrir bótum. Máli þessu lauk með sátt og greiddi breska stjórnin bætur, en án viðurkenningar á bótaskyldu. 1 úrskurðum mannréttindanefndarinnar hefur virst gæta nokkurrar tilhneigingar til að telja, að þær skerðingar, sem ekki feli í sér eignar- sviptingu í skilningi 1. málsgr. hljóti að falla undir ákvæði 2. mgr.. Þannig hefur svipting forræðis eigna við gjaldþrot verið talin réttmæt samkvæmt 2. málsgr. 1. gr. („ . . . constitues a lawful control of the use of property in accordance with the general interest within the meaning of Article 1, paragraph 2, of the First Protocol" (Úrsk. frá 10. mars 1981. Dec. & Rep. 24.198). Telja verður hins vegar, að 2. málsgr. 1. gr. geymi ekki tæmandi talningu eignarskerðinga, sem eigi eru eignarsviptingar, eins og kem- ur berlega fram í umræddum dómi mannréttindadómstólsins frá 23. september 1982 (Sporrong og Lönnroth). Má þar nefna til brottfall eignarréttinda í samræmi við ýmsar reglur á sviði einkaréttar. 1 sam- ræmi við hefðbundin viðhorf teljast slíkar reglur ekki fela í sér eignar- nám. B. Skilyrði eignarsviptinga samkvæmt 1. málsgr. 1. gr. Samkvæmt síðara málsl. 1. mgr. 1. gr. þarf þremur skilyrðum að vera fullnægt til að svipta megi menn eignum sínum. 1 fyrsta lagi verður svipting að vera í opinbera þágu („ ... in the public interest“). 1 öðru lagi verður hún að vera lögum samkvæm og í þriðja lagi skal skilyrðum grundvallarreglna þjóðaréttar vera fullnægt. Ekki er nægilegt að eignarsvipting sé í samræmi við lög viðkomandi ríkis. Undanskilið er, að í heimalandinu sé völ úrræða til að tryggja, að lögmæltum skilyrðum hafi verið fullnægt. Auk þess verða laga- 223

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.