Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 29
ræða á úrskurðum nefndarinnar, eru þær gerðar af höfundi og til- færðar innan gæsalappa. III. Fyrsta kærumálið, sem nefndin úrskurðaði í gegn íslandi var kæra Guðmundar Guðmundssonar og Trésmiðjunnar Víðis hf. út af lögum um skatt á stóreignir nr. 44/1957 (Applieation No 511/59, Yearbook 3, p. 394). Úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp 20. desember 1960. Fyrir íslenzkum dómstólum hafði kærandi haldið því fram, að til- tekin ákvæði laga nr. 44/1957 brytu 1 bága við 67. gr. Stjórnarskrár- innar. Hafði honum orðið nokkuð ágengt í því efni. (Sjá Hrd. 1958, bls. 753). Fyrir nefndinni hélt kærandi því fram, að ákvæði laga nr. 44/1957 brytu í bága við 1. gr. I. Viðbótarsamnings við Mannréttindasátmál- ann frá 20. marz 1952 svo og 14. gr. Mannréttindasáttmálans m. a. af eftirtöldum ástæðum: að skattlagningin bryti í bága við stjórnarskrána, — að skattlagningin væri eignarupptaka, — að skattlagningin væri óréttlát, — að skattheimtan mundi ekki lækna meinsemdir íslenzks efnahags- lífs, — að álagning þessi væri ekki skattur í almennt viðurkenndri merk- ingu þess orðs, — að álagning þessi mismunaði mönnum og fyrirtækjaformum, — að skattheimtan væri af pólitískum toga spunnin og miðaði að því að höggva að rótum lýðræðisins í landinu. Magnús Thoroddsen lauk lagaprófi 1959 og stundaði síðan um eins árs skeið framhalds- nám í réttarfari í Kaupmannahöfn. Hann varð fulltrúi borgardómara 1960, borgardómari 1967 og hæstaréttardómari 1982, en hafði þá tvö ár haft leyfi frá störfum til að vinna á skrif- stofu mannréttindanefndar Evrópu í Strass- bourg. Magnús hefur verið formaður réttarfars- nefndar síðan 1982. — ( grein þeirri, sem hér birtist, segir frá þeim 23 kærumálum, sem send hafa verið mannréttindanefndinni vegna ætl- aðra brota íslenska ríkisins á mannréttinda- sáttmála Evrópu. öllum þessum kærum hefur verið vlsað frá eftir mismikla athugun hjá nefndinni. 231

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.