Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 33
tryggð án nokkurs manngreinarálits. 1 þriðja lagi segir í 1. gr. I. Viðbótarsamningsins að „öllum mönnum og persónum að lögum ber réttur til þess að njóa eigna sinna í friði.“ Og í fjórða lagi hefði verið óþarft, í téðri grein, að vitna til „al- mennra meginreglna þjóðarréttar" eingöngu útlendinga vegna, úr því að vernd á eignarrétti þeirra var þegar viðtekin og viðurkennd regla í þjóðarétti. (Sjá í þessu sambandi Francis G. Jacobs „The European Conven- tion on Human Rights“ Clarendon Press, Oxford 1975, síða 165). En snúum okkur nú að næsta máli. Það er kærumál nr. 2525/65, en nefndin kvað upp úrskurð sinn í því hinn 6. febrúar 1967. (Collection No. 22, p. 33). I þessu máli kvartaði kærandi yfir því, að tilraunir hans fyrir ís- lenzkum dómstólum til að fá skírnarsáttmála sinn, svo og eftirfarandi staðfestingu á honum við fermingu, hefðu reynzt árangurslausar. Taldi kærandi þetta brot á ákvæðum 9. gr. Sáttmálans, er fjallar um trúfrelsi. Einnig bar hann fyrir sig 10. gr. (Skoðanafrelsi) og 13. gr. (að hann hafi ekki getað leitað réttar síns á raunhæfan hátt, þar sem áfrýjun hafi ekki borið árangur). Nefndin vísaði kæru þessari frá, þar sem hún hefði ekki við rök að styðjast („manifestly ill-founded“) í merkingu 2. mgr. 27. gr. Sátt- málans. í kærumálinu nr. 5952/72, sem nefndin úrskurðaði 12. desember 1974, bar kærandi fram ýmisleg kæruatriði: 1. 1 fyrsta la'gi kærði hann út af því, að á árinu 1968 hefði lögreglu- maður reynt að ráða honum bana eða a. m. k. látið hann sæta ómannlegri meðferð með því að handtaka hann, enda þótt hann væri þjáður af meiðslum, er innbrotsþjófar, sem brutust inn á heimili hans, höfðu valdið honum. Ennfremur hélt hann því fram, að tveir læknar hefðu ekki veitt honum fullnægjandi læknishjálp, meðan hann var hafður í haldi, þar sem þeir hefðu verið í samsæri við lögregluna. Þá kærði hann og yfir því, að hann hefði verið hafður í haldi ólöglega, og hefði ekki getað leitað réttar síns. Krafðist hann bóta. Hann kærði einnig yfir dómi Sakadóms Reykjavíkur frá 1969 í máli, sem höfðað hafði verið á hendur ofangreindum innbrots- þjófum, vegna þess að Sakadómur hafði vísað bótakröfu hans á hendur þeim frá dómi. Nefndin vísaði öllum þessum kæruatriðum frá með vísan til 3. mgr. 27. gr. Sáttmálans, þar sem kærandi hefði ekki til hlítar leitað leiðréttingar í heimalandi sínu („non-exhaus- 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.