Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 35
Kærendur töldu þetta brot gegn 8. gr. Sáttmálans, er tryggir frið- helgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis. Nefndin vísaði öllum þessum kærum frá, þar sem kærendur hefðu vanræk að leita til hlítar leiðréttingar í heimalandi sínu, svo sem boðið er í 26. gr. Sáttmálans, sbr. 27. gr. (3). I kærumálinu nr. 6825/74, Ásgeir Hannes Eiríksson gegn Islandi, var einnig kært út af banni við hundahaldi, sem kærandi taldi brot gégn 8. gr. Sáttmálans. 1 þessu máli hafði kærandi ekki látið undir höfuð leggjast að leita til hlítar leiðréttinga í heimalandinu sbr. 26. gr. Sáttmálans. Kærunni var vísað til umsagnar íslenzku ríkisstjórnarinnar, svo sem venja er, þegar nefndin telur að kæra kunni að hafa við rök að styðjast. Skiptust kærandi og ríkisstjórnin á greinargerðum í málinu. Með úrskurði 18. maí 1976 vísaði nefndin kærumáli þessu frá. 1 rökstuðningi nefndarinnar (The Law) segir m. a. svo: „ .. . Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. Sáttmálans getur nefndin einungis fjallað um kærur frá einstaklingum, einkasamtökum eða hópi einstak- linga, þegar því er haldið fram, að réttindi þau, sem tryggð eru í sátt- málanum, hafi verið brotin. Úrlausnarefnið fyrir nefndinni í þessu máli er því það, hvort frelsi einstaklings til þess að halda hund er verndað í Sáttmálanum, sér- staklega, hvort hundahald heyrir „einkalífi“ til í skilningi 8. gr. Sátt- málans. Margir engil-saxneskir og franskir höfundar skilgreina rétt til friðhelgi „einkalífs“ þannig, að það sé réttur til einveru, réttur til þess að lifa lífinu, eins og menn kjósa, án þess að um það sé fjallað í fjölmiðlum. (Cf. numerous references quoted by Velu in “Privacy and Human Rights,” Third International Colloquy about the European Convention on Human Rights, Manchester University Press, pages 27—28. See also Black’s Law Dictionary, 4th edition, 1951, under “privacy”). Nefndin er hins vegar þeirrar skoðunar, að rétturinn til friðhelgi einkalífs nái lengra. Hann feli einnig í sér, í nokkrum mæli, rétt til þess að stofna til og þroska samskipti við aðra menn, einkum á til- finningasviðinu í þeim tilgangi að þroska og fullnægja eigin persónu- leika. Nefndin getur hins vegar ekki fallizt á það, að vernd 8. gr. Sátt- málans nái til samskipta einstaklingsins við allt hans nánasta um- hverfi, þegar komið er út fyrir hin mannlegu samskipti, enda þótt einstaklingurinn vilji halda slíkum samskiptum innan ramma einkalífs. 237

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.