Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 39
Hinn 8. maí 1978 kvað nefndin upp úrskurð í kærumálinu Nr. 8104/77
gegn íslandi. 1 máli þessu kærði kærandi út af hæstaréttardómi frá
árinu 1977, sem hann hélt fram, að hefði svipt sig eignarrétti að %
hluta af dánarbúi foreldra sinna, er hann hefði erft 1948. Kærandi
taldi dóm Hæstaréttar rangan og hélt því fram, að hann hefði a. m. k.
átt að fá bætur fyrir að hafa verið sviptur svo verulegum arfi.
Kærandi bar fyrir sig, að 1. gr. I. Viðbótarsamningsins (sem fjallar
um eignarrétt) hefði verið brotin gagnvart sér.
Nefndin vísaði þessu kærumáli frá með sömu forsendum og fram
komu í málinu nr. 511/59 hér að framan, þ. e. nefndin starfar ekki
sem „yfir“-dómstóll, er sé bær um að breyta dómum frá dómstólum
aðildarríkjanna, heldur er hlutverk nefndarinnar það að sjá til þess,
að aðildarríkin standi við skuldbindingar sínar skv. 19. gr. Sáttmálans.
Þá er að geta kærumálsins nr. 8941/80, Hörður Ólafsson gegn Is-
landi. 1 því máli hafði kærandi kært yfir hinu mikla misvægi atkvæða
milli kjördæma við alþingiskosningar og benti á að eitt atkvæði í Vest-
fjarðakjördæmi hafi þannig jafnmikið vægi og 4,8 atkvæði í Reykja-
neskjördæmi. Hélt kærandi því fram, að þetta kosningafyrirkomulag
væri brot gegn 3. gr. I. Viðbótarsamningsins, þar sem sú grein yrði
ekki skýrð með lýðræðislegu móti á annan veg en þann, að vægi at-
kvæða skyldi vera jafnt um land allt, þ. e. einn maður — eitt atkvæði.
Nefndin sendi kærumál þetta til umsagnar íslenzku ríkisstjórnar-
innar og skiptust aðiljar á greinargerðum í málinu.
Nefndin kvað upp úrskurð sinn 8. desember 1981. Vísaði hún kæru-
máli þessu frá með eftirfarandi rökstuðningi:
„ . . . Rétt er það, að 3. gr. I. Viðbótarsamningsins skuldbindur ríkis-
stjórnina til að halda frjálsar kosningar með hæfilegu millibili og sé
atkvæðagreiðsla leynileg og fari fram við aðstæður er tryggi það, að
í ljós komi álit almennings með frjálsum hætti í kjöri til löggjafar-
þings.
Eigi er um það deilt, að kosningar til Alþingis séu ekki haldnar með
hæfilegu millibili og að atkvæðagreiðsla sé leynileg. Rannsókn á kæni
þessari einskorðast því við orðin: „að í ljós komi álit almennings með
frjálsum hætti í kjöri til löggjafarþings.“
Kærandi heldur því fram, að til þess að fullnægja ákvæðum 3. gr.
I. Viðbótarsamningsins verði að vera sama vægi á bak við hvert at-
kvæði í sérhverju kjördæmi á íslandi, þ. e. einn maður — eitt atkvæði,
andstætt núverandi fyrirkomulagi, sem skapi misvægi er nemi allt að
1 á móti 4,8.
Nefndin er þeirrar skoðunar, að orðin „álit almennings með frjálsum
241