Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 39
Hinn 8. maí 1978 kvað nefndin upp úrskurð í kærumálinu Nr. 8104/77 gegn íslandi. 1 máli þessu kærði kærandi út af hæstaréttardómi frá árinu 1977, sem hann hélt fram, að hefði svipt sig eignarrétti að % hluta af dánarbúi foreldra sinna, er hann hefði erft 1948. Kærandi taldi dóm Hæstaréttar rangan og hélt því fram, að hann hefði a. m. k. átt að fá bætur fyrir að hafa verið sviptur svo verulegum arfi. Kærandi bar fyrir sig, að 1. gr. I. Viðbótarsamningsins (sem fjallar um eignarrétt) hefði verið brotin gagnvart sér. Nefndin vísaði þessu kærumáli frá með sömu forsendum og fram komu í málinu nr. 511/59 hér að framan, þ. e. nefndin starfar ekki sem „yfir“-dómstóll, er sé bær um að breyta dómum frá dómstólum aðildarríkjanna, heldur er hlutverk nefndarinnar það að sjá til þess, að aðildarríkin standi við skuldbindingar sínar skv. 19. gr. Sáttmálans. Þá er að geta kærumálsins nr. 8941/80, Hörður Ólafsson gegn Is- landi. 1 því máli hafði kærandi kært yfir hinu mikla misvægi atkvæða milli kjördæma við alþingiskosningar og benti á að eitt atkvæði í Vest- fjarðakjördæmi hafi þannig jafnmikið vægi og 4,8 atkvæði í Reykja- neskjördæmi. Hélt kærandi því fram, að þetta kosningafyrirkomulag væri brot gegn 3. gr. I. Viðbótarsamningsins, þar sem sú grein yrði ekki skýrð með lýðræðislegu móti á annan veg en þann, að vægi at- kvæða skyldi vera jafnt um land allt, þ. e. einn maður — eitt atkvæði. Nefndin sendi kærumál þetta til umsagnar íslenzku ríkisstjórnar- innar og skiptust aðiljar á greinargerðum í málinu. Nefndin kvað upp úrskurð sinn 8. desember 1981. Vísaði hún kæru- máli þessu frá með eftirfarandi rökstuðningi: „ . . . Rétt er það, að 3. gr. I. Viðbótarsamningsins skuldbindur ríkis- stjórnina til að halda frjálsar kosningar með hæfilegu millibili og sé atkvæðagreiðsla leynileg og fari fram við aðstæður er tryggi það, að í ljós komi álit almennings með frjálsum hætti í kjöri til löggjafar- þings. Eigi er um það deilt, að kosningar til Alþingis séu ekki haldnar með hæfilegu millibili og að atkvæðagreiðsla sé leynileg. Rannsókn á kæni þessari einskorðast því við orðin: „að í ljós komi álit almennings með frjálsum hætti í kjöri til löggjafarþings.“ Kærandi heldur því fram, að til þess að fullnægja ákvæðum 3. gr. I. Viðbótarsamningsins verði að vera sama vægi á bak við hvert at- kvæði í sérhverju kjördæmi á íslandi, þ. e. einn maður — eitt atkvæði, andstætt núverandi fyrirkomulagi, sem skapi misvægi er nemi allt að 1 á móti 4,8. Nefndin er þeirrar skoðunar, að orðin „álit almennings með frjálsum 241
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.