Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 41
ekki veitir það heldur neinum einum frambjóðanda forskot á kostnað annars. Nefndin hefir þegar slegið því föstu, að 8. gr. I. Vðbótarsamn- ingsins verði ekki túlkuð á þann vég, að hún bjóði, að komið sé á kosningafyrirkomulagi, er tryggi að atkvæðafjöldinn á bak við hvern frambjóðanda eða hóp frambjóðenda endurspeglist í samsetningu lög- gjafarþingsins. Bæði kerfi hins einfalda meirihluta svo og hlutfalls- kosningakerfið hafa þannig verið talin samrýmanleg ákvæðum 3. grein- ar. (cf. Applications No. 7140/75, X. v. the United Kingdom, DR 7, p. 95; No 8364/78, Kennedy Lindsay and others v. the United King- dom, DR 15, p. 247). Á Islandi eru hlutfallskosningar til Alþingis. Þá ber og að hafa það í huga, að íslenzka stjórnarskráin hefir að geyma ákvæði, er miða sér- staklega að því að koma í veg fyrir misvægi milli stjórnmálaflokka, hvað áhrærir fjölda kjörinna þingmanna hvers flokks, miðað við at- kvæðamágn hans. Þessi ákvæði hafa allvel náð sínum tilgangi þannig að ekki er mikill munur á atkvæðafjölda að baki hvers þingmanns eftir flokkum. Samkvæmt því, sem nú hefir verið rakið, getur nefndin ekki fallizt á, að íslenzka kosningafyrirkomulagið brjóti í bága við ákvæði 3. gr. I. Viðbótarsamningsins. Þar af leiðir, að kærumál þetta hefir ekki við rök að styðjast í merkingu 2. tl. 27. gr. Sáttmálans. Af þessum ástæð- um lýsir nefndin kæruna ótæka til efnismeðferðar.“ Að síðustu er svo að rekja kærumálið nr. 10603/83, X og Y gegn Islandi. Þar voru málavextir þeir, að með dómi Hæstaréttar íslands, upp- kveðnum 25. marz 1983 (hrd. LIV bls. 715) var kærendum, með vísan til 17. gr. lága nr. 59/1976 um fjölbýlishús, dæmt skylt að flytjast úr eigin íbúð vegna stórkostlegra og ítrekaðra brota á skyldum sínum gagnvart sameiganda að fjölbýlishúsi. Málið kom aftur fyrir Hæsta- rétt sama ár í formi útburðarmáls og með dómi réttarins uppkveðnum 21. desember 1983 var lagt fyrir fógeta að bera aðiljana út úr íbúðinni og munu þau hafa flutzt úr henni 17. janúar 1984. Aðiljarnir kærðu mál þetta til Mannréttindanefndar Evrópu og töldu að brotið hafi verið gegn eftirfarandi greinum Mannréttindasáttmál- ans: 6(1), 6(3) (b), 6(3) (c), 8. gr. og 1. gr. I Viðbótarsamningsins. Hvað varðar brot gegn 6(1) gr. sáttmálans þá héldu kærendur því fram, að hið sanna hafi ekki komið fram í málinu. Byggt hafi verið á staðhæfingum sameigandans, sem hefðu ekki átt að leiða til þeirrar dómsniðurstöðu, er raunin varð á, enda þótt þær hefðu verið sannar. 243

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.