Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 46
DÓMAR MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU 1982 og 1983 Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður 4. nóvember 1950. Síðan hafa 5 viðbótarsamningar verið gerðir. Af íslands hálfu var sáttmálinn fullgiltur 1953, og tók hann gildi fyrir Island 29. júní það ár, sbr. auglýsingu nr. 11/1954. Viðbótarsamnirigarnir hafa einnig verið fullgiltir. 1 sáttmálanum segir, að mannréttindanefnd Evrópu og mannréttindadómstóll Evrópu skuli tryggja, að staðið sé við skuld- bindingar þær, sem samningsaðilar hafa tekist á hendur. Ekki er ríki þó skylt að hlíta lögsögu dómstólsins nema það samþykki það í til- teknu máli eða gefi almenna yfirlýsingu um þetta atriði. Af 21 ríki, sem fullgilt hafa sáttmálann, hafa 19 gefið slíka yfirlýsingu, flest fyrir tiltekið tímabil. Af íslands hálfu var lögsaga mannréttindadómstólsins fyrst viðurkennd með yfirlýsingu 1958, en skuldbindingin hefur verið endurnýjuð síðan, síðast 1979 og þá til 5 ára. Ákvæði mannréttinda- sáttmálans um málskot til mannréttindadómstólsins komu til fram- kvæmda 1959. Fá mál komu til dómstólsins fyrstu árin, en þeim hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á árinu 1982 kvað dómstóllinn upp 11 dóma og fékk til meðferðar 10 ný mál, sem reist voru á 12 kærum til mannréttindanefndarinnar. Nýju málin voru 16 árið 1983 á grund- velli 24 kæra, en dómar voru 15. 1 árslok 1983 hafði 72 málum verið skotið til mannréttindadómstólsins frá upphafi á grundvelli 110 kæra. Dómar voru orðnir 76, enda eru oft tveir dómar í hverju máli og hinn síðari um bætur til kæranda frá ríkinu, sem kært er. Ekkert íslenskt mál hefur til þessa verið lágt fyrir mannréttindadómstólinn. Dómar mannréttindadómstólsins eru prentaðir í opinberri útgáfu bæði á ensku og frönsku. Á vegum dómstólsins eru þeir einnig þýddir á mál þess ríkis, sem kært er. Einkafyrirtæki láta þýða dómana á önnur tungumál hinna mannmörgu ríkja í Vestur-Evrópu og gefa út. Frásagnir af dómunum á íslensku eru hins vegar fáséðar. Skrifstofa dómstólsins í Strassbourg í Frakklandi hóf fyrir nokkru að birta út- drætti úr dómunum, og hefur hún átt hlut að því, að þeir væru þýdd- 248

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.