Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 47
ir á ýmis mál og birtir. Þessir útdrættir eru lagðir til grundvallar í því yfirliti um dóma 1982 og 1983, sem hér birtist. Vegna rúmleysis er sér- atkvæða ekki getið. Hin opinbera útgáfa á dómum mannréttindadómstólsins er prentuð á vegum Carl Heymanns Verlag K. G., Gereonstrasse 18-32, D-5000 Köln, Þýska sambandslýðveldinu. Út koma tveir flokkar. 1 A-flokki eru dómarnir sjálfir, en í B-flokki helstu málsskjöl (þ.á m. skýrsla mannréttindanefndarinnar) og ræður við munnlegan málflutning. Dómar þeir, sem hér er sagt frá, eru í A-flokki, heftum 48-72 (8. og 9. dómur 1982 eru saman í hefti). Þ. V. 1982 1. CAMPBELL OG COSANS. Dómur 25. febrúar 1982. Aðildarríki: Bretland. Málinu var vísað til dómstólsins 13. október 1980 bæði af mannréttindanefndinni og bresku ríkisstjórninni. Dómur var kveðinn upp af deild 7 dómara. Málið snerist um líkamlegar refsingar í skólum í Skotlandi. I. 3. gi'. mannréttindasáttmálans. Deilt var um notkun líkamlégra refsinga við agabrotum í skoskum skólum. Hér stóð svo á, að þeim hafði ekki verið beitt, en nemendur áttu það á hættu. — 3. gr. er þannig: „Enginn maður skal sæta pynd- ingum, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Mannréttindadómstóllinn taldi: 1. Það getur á stundum vei'ið andstætt 3. gr. að hætta sé á aðgerð- um sem eigi fá samrýmst henni. 2. Hætta á líkamlegri refsingu vegna agabrots, a) var hér hvorki pyndingar né ómannleg meðferð b) vanvirðandi meðferð — auðmýking eða niðurlæging viðkomanda í eigin augum eða annarra — átti sér ekki stað hér. Niðurstaða: Ekki brot. II. 25. gi'. sáttmálans. í þessari gr. segir m.a., að mannréttindanefndin geti tekið við erind- um „frá hvaða einstaklingi sem er, einkasamtökum eða hópi einstakl- inga, sem halda því fram, að samningsaðili hafi brotið á þeim rétt- indi.....“. 249

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.