Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 48
Af hálfu Bretlands var því haldið fram ,að kærendur gæti ekki með réttu sagt, að á þeim hefðu verið brotin réttindi. Ekki var tekin af- staða til þessa atriðis. III. I. viðbótaisamningur, 2. gr. 2. málsliður. Hér segir: „Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það, að slík mennun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra“. Því var haldið fram, að beiting líkamsrefsinga í skólum, sem börn kær- enda sóttu, bryti þann rétt að virtar væru lífsskoðanir þeirra. 1. „Menntun og fræðsla“ getur náð yfir viss atriði í skólastjórninni. 2. Það sem gert er til að halda uppi aga í skólum er hluti „ráðstaf- ana“ hins opinbera í Skotlandi, er miða að menntun og fræðslu. 3. Skylda til að virða „lífsskoðanir“ foreldra nær ekki aðeins til kennsluefnis og kennslu heldur líka allra „ráðstafana“, sem hið opin- bera gerir og varða menntun og fræðslu. 4. Hugtakið „lífsskoðanir“ í 2. gr. tekur yfir skoðanir sem náð hafa vissri mótun, alvöru, samhengi og þýðingu, sem vert er að virða í „lýðræðisþjóðfélagi“, sem fá samrýmst mannlegri reisn og sem ekki eru andstæðar rétti barns til menntunar. Þessi skilyrði eru uppfyllt í mál- inu. 5. Sú stefna bresku ríkisstjórnarinnar, að líkamsrefsingar skyldu smám saman afnumdar, dugði ekki til að segja mætti, að stjórnin „virti“ lífsskoðanir kærenda. 6. Fyrirvari, sem Bretland hafði gert, þegar ríkið staðfesti mann- réttindasáttmálann, skipti ekki máli. Niðurstaða: Brot. IV. I. viðbótarsamningur, 2. gr. 1. málsliður. Hér segir: „Engum manni skal synjað um rétt til menntunar“. Því var haldið fram, að tímabundin brottvísun úr skóla, þegar nemandi neitaði að taka út líkamsrefsingu, fæli í sér brot á þessu ákvæði. 1. 2. málsliður tæmir ekki sök. Munur er á sérstakri kæru og við- bótarmálsástæðu. 2. Hið opinbera setur reglur um réttinn til menntunar. Hér voru brottvísunarákvæði í ósamræmi við annan rétt sem skylt var að virða. Niðurstaða: Brot. V. 50. gr. (bótaákvæðið). Ákvörðun frestað. I dómnum var vísað til 7 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 250

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.