Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 50
3. VAN DROOGENBROECK. Dómur 24. júní 1982. Aðildarríki: Belgía. Málinu var vísað til dóm- stólsins 18. desember 1980 af mannréttindanefndinni og 5. janúar 1981 af ríkisstjórn Belgíu. Dómur var uppkveðinn af mannréttindadóm- stólnum fullskipuðum. Málið kom upp vegna þess að beitt var VII. kafla belgískra laga frá 1. júlí 1964 um félagslega vernd. Þar segir, að fangar, sem látnir hafa verið lausir en fremja brot að nýju og vanabrotamenn geti orðið að sæta gæslu eftir ákvörðun ráðherra. I. 5. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans. 1. Frelsissvipting eftir dóm. a) 1 5. gr. 1 mgr. mannréttindasáttmálans segir m.a.: „Engan mann skal svipta frelsi nema þegar um er að ræða eftirfarandi tilvik, enda skal þá gæta þeirrar aðferðar, sem mælt er í lögum: — a. löglegt varð- hald (enski textinn: detention) manns, sem dæmdur hefur verið sek- ur af þar til bærum dómstóli“. Van Droogenbroeck hafði verið „dæmdur .... sekur af . . dómstóli“, þ.e. lýstur sekur og gert að sæta frelsissviptingu. b) Til að fá staðist eftir 5. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans varð frelsissvipting kæranda að vera afleiðing dómsins yfir honum. Talið var, að nægilegt samband væri þarna á milli. Dómurinn heimilaði á sínum tíma frelsissviptingu en fyrirskipaði hana ekki. Dómsmálaráðherran- um eru veittar heimildir til mats innan marka, sem bæði lögin og dóm- urinn setja. Lögin frá 1964 hafa þann tilgang að vernda samfélagið, en einnig að endurhæfa viðkomandi menn. Er þá skylt að taka tillit til breytilegra aðstæðna. Ef ráðherra tekur ekki mið af lögunum og dómnum er frelsissvipting eftir ákvörðun hans ekki afleiðing dómsins, en þetta á ekki við í máli kæranda. Mannréttindasáttmálinn gerir kleift, að nokkurt svigrúm sé veitt með dómi, og hann leggur ekki þá skyldu á aðildarríkin að þau feli dómstólum hið almenna eftirlit með fram- kvæmd refsidóma. 2. Gæsluvist sú, sem var kærð, var „lögleg“ og gætt var „þeirrar aðferðar, sem mælt er í lögum“. Niðurstaða: Ekki brot. II. 5. gr. 4. mgr. sáttmálans. Hér segir: „Hverjum þeim manni, sem sviptur er frelsi með hand- töku eða varðhaldi, skal rétt að gera ráðstafanir til, að lögmæti frels- 252
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.