Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 52
4. ECKLE. Dómui’ 15. júlí 1982. Aðildari’íki: Þýska sambandslýðveldið. Málinu var vísað til dómstólsins 18. maí 1981 af mannréttindanefndinni. Dóm- ur var kveðinn upp af deild 7 dómara. Kæi’endur töldu, að meðferð opinbei’ra mála gegn þeim hefði tekið svo langan tíma, að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. I. 25. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans. Eins og vikið er að í því, er að framan segir um Campbell og Cosans íxxálið, fjallar 25. gr. um kæruheimildir, og er þar sagt, að slíka heim- ild hafi þeir „sem halda því fram, að samningsaðili hafi brotið á þeim réttindi þau, sem lýst er í samningi þessum“. 1 Eckle málinu var því boi’ið við af hálfu Þýskalands, að kæi’endur gætu ekki lengur sagt, að á þeim hefðu vei’ið bi’otin réttindi, þar sem þai’lendir dómstólar hefðu viðui’kennt, að manni’éttindasáttmálinn hefði vei'ið brotinn, og tekið tillit til þess. 1. Frávísunarkröfu þessari mátti korna að. 2. „ .. . bi’otið á þeim .. . “ a) Orðin ná til þeirra sem athöfn eða athafnaleysi snertir beinlínis. Ekki skiptir máli, hvort tjón hefur oi'ðið, nema í sambandi við beitingu 50. gr. (bótai’eglu mannréttindasáttmálans). b) Almennt gildii’, að maður hefur réttarstöðu þess, sem bi’otið hefur verið á, þó að ósanngjörn töf á málsókn leiði til, að refsing sé lækkuð og mál fellt niður. Frá þessu er hugsanlegt að víkja, ef bi’ot á sáttmálanum hefur berum orðum verið viðurkennt. Niðurstaða: Eftir atvikum var ákvörðun um réttarfarskröfuna frestað og skyldi dæma um hana um leið og efnisatriði. II. 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans. I 1. mgr. 6. gr. ségir, að í vissum tilvikum eigi menn rétt á dómstóla- meðfei’ð „innan hæfilégs tíma“. 1. Lengd málsmeðferðar. a) Upphaf málsmeðfei’ðar verður talið frá því að maður er borinn sökum, þ.e. gi’unaður og fær um það formlegar upplýsingar, en þá má segja, að málsóknin hafi veruleg áhrif á stöðu hans. b) Lok málsmeðferðar verða ekki fyrr en áfi’ýjuðu máli er til lykta í’áðið og refsing endanlega ákveðin. c) Skv. framansögðu stóðu mál Eckle hjónanna í 17 ár og 8 vikur annað, en 10 ár, 4 mánuð og 10 daga hitt. 2. Hæfilegur málsmeðferðartími. 254

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.