Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 56
Ákvörðunum borgarráðs í Stokkhólmi mátti skjóta til lénsstjórnar- innar og þaðan til æðsta stjórnsýsludómstólsins, en ákvarðanir þessara aðila voru aðeins til undirbúnings og fólu ekki í sér röskun borgaralegra réttinda. Ákvörðunum ríkisstjórnarinnar mátti ekki skjóta til stjórnsýsludóm- stólanna. Umsókn til æðsta stjórnsýsludómstólsins um að málið kæmi til nýrrar afgreiðslu er sjaldgæft úrræði og gefur ekki tilefni til að fjalla um borgaraleg réttindi. Niðurstaða: brot. V. 13. gr. sáttmálans. I greininni er sérstk regla um heimild til að leita réttar vegna brots á sáttmálanum. Mannréttindadómstóllinn taldi, að 6. gr. 1. mgr. tæmdi málsefnið og 13. gr. kæmi ekki til álita. VI. 50. gr. (bótaákvæðið). Ákvörðun frestað. I dómnum var vísað til 9 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 6. PIERSACK. Dómur 1. október 1982. Aðildarríki: Belgía. Málinu var vísað til dóm- stólsins 14. október 1981 af mannréttindanefndinni. Dómur var kveð- inn upp af deild 7 dómara. Atvik voru þau, að maður, er var forseti fjölskipaðs sakadóms, hafði áður verið aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri í skrifstofu sak- sóknara. Til deildar þessarar hafði mál kærandans Piersack verið sent frá rannsóknardómara, en ekki var að fullu upplýst, hvort deildar- stjórinn hafði sjálfur haft afskipti af því. I. 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans. í þessu ákvæði er mælt fyrir um rétt til málsmeðferðar, fyrir óháð- um, óhludrægum, lögmæltum dómstóli, sbr. næsta dóm hér á undan. 1. Óháður dómstóll. Hinn fjölskipaði sakadómur, sem fjallaði um mál Piersack, var m.a. skipaður leikmönnum. Þeirri röksemd, að hann væri ekki óháður, var hafnað . 2. Óhlutdrægur dómstóll. Unnt er að kanna óhlutdrægni með ýmsu móti og taka mið af dóm- urunum eða stöðu dómstólsins. a) Ekki er vafi á, að dómsformaðurinn var óhlutdrægur. Þetta atriði 258

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.