Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 59
1. Óumdeilt var, að 50. gr ætti við. II. 1. Hafnað var kröfu kærandans Websters um bætur végna per- sónulegra útgjalda. 2. Óumdeilt var að allir kærendurnir þrír höfðu orðið fyrir fjár- tjóni og miska, sem bæta ætti. Einnig var óumdeilt, að bæta ætti máls- kostnað kærenda í Strassbourg. Sumar kröfur voru hærri en boð af hálfu Bretlands í sáttaviðræðum. Kröfurnar voru teknar til athug- unar með tilliti til atvika allra og dómvenju. í dómnum koma fram at- hugasemdir um, að það geti hugsanlega haft skaðleg áhrif, ef kostn- aður verður hár í málum varðandi mannréttindasáttmálann. III. Niðurstaða: Bætur úrskurðaðar vegna fjártjóns, miska og málskostnaðar, en öðrum kröfuliðum hafnað. I dómnum var vísað til 3 eldri dóma mannréttindadómstólsinns. 9. X GEGN BRETLANDI. 50. gr. (BÆTUR). Dómur 18. október 1982. Málinu var vísað til mannréttindadóm- stólsins 13. október 1980 af mannréttindanefndinni. Efnisdómur var kveðinn upp 5. nóvember 1981 af deild 7 dómara eins og þessi dómur um bætur. Hinn ónefndi breski kærandi hafði á sínum tíma verið án síns sam- þykkis vistaður á geðsjúkrahúsi. I efnisdómi sínum komst mannrétt- indadómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að kærandinn hefði ekki getað höfðað mál þannig að fullnægt væri 5. gr. 4. mgr. mannréttindasáttmál- ans, þar sem segir: „Hverjum þeim manni, sem svipur er frelsi með handtöku eða varðhaldi, skal rétt að gera ráðstafanir til, að lögmæti frelsisskerðingarinnar verði úrskurðað af dómstóli án tafar, og fyrir- skipað sé, að hann skuli látinn laus, ef frelsisskerðingin er ólögmæt.“ 1. Óumdeilt var, að 50. gr. gæti átt við. X var látinn, en búið tók við kröfunum, a.m.k. þeim sem voru um bætur fyrir fjártjón og máls- kostnað. II. 1. Þess var getið í dómnum, að fyrir breska þingið hefði verið lagt frumvarp um breytingar á lögum þeim, sem farið hafði verið eftir, þegar brotið var gégn 5. gr. 4. mgr. 2. Ekki var talin nauðsyn til bera að ákveða bætur fyrir tjón eins 261

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.