Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 65
bera upp til ákvörðunar ágreiningsefni málsins, bæði málsatvik og lagaatriði. 2. „ ... borinn sökum um glæpsamlegt athæfi ... “ f málinu þurfti ekki að kanna, hvort kærendur hefðu verið bornir slíkum sökum, þar sem um borgaraleg réttindi var að ræða. Ekki er þó útilokað að svo sé og jafnframt sé maður borinn sökum um glæp- samlegt athæfi. 3. Skilyrði 6. gr. 1. mgr. a) Óhlutdrægni. — Ekki var vafi um óhlutdrægni Hæstaréttar. — Þegar um er að ræða dómstól í merkingu 6. gr. 1. mgr. verður að telja menn, sem þar eiga sæti, óhlutdræga, nema annað sé sannað. Hér var ekki um slíkt að ræða. En óhlutdrægni stofnunarinnar sjálfr- ar og þess skipulags, sem hún er hluti af, er annað mál. Hér var áfrýj- unarráðið valið af svæðastjórnum læknasamtakanna, en engu að síður voru læknar þeir, sem í ráðinu sátu, óháðir. Niðurstaða: Ekki brot. b) Opinber málsmeðferð. — Fyrir áfrýjunarráði læknasamtakanna var málsmeðferðin í engu fyrir opnum dyrum, þ.á m. ekki uppsaga úrskurðarins. Undantekning- ar þær, sem taldar eru í 6. gr. 1. mgr. frá skyldu til opinberrar máls- meðferðar áttu hér ekki við. Kærendur höfðu ekki afsalað sér rétt- inum til opinberrar málsmeðferðar. — Hæstiréttur Belgíu fjallar ekki um efnishlið mála eins og hér er um að ræða, og því er ákvæðum 6. gr. 1. mgr. ekki fullnægt, þó að málsmeðferð sé opinber þar fyrir dómi. Niðurstaða: Brot. III. 6. gr. 2. mgr. og 3. mgr. a, b og d. Málsmeðferð vegna agabrots, sem fellur undir 6. gr. 1 mgr. fellur einnig undir 2. og 3. mgr. Voru kæruatriði hér að lútandi könnuð og ekki talin eiga við rök að styðjast. Niðurstaða: Ekki brot. IV. 11. gr. mannréttindasáttmálans. Grein þessi fjallar um funda- og félagafrelsi. 1 málinu var til úrlausnar sams konar kæruefni og í máli Le Compte, Van Leuven og De Meyere, sem dæmt var 23. júní 1981. Var byggt á niðurstöðunni í því máli. V. 50. gr. (bætur). 267

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.