Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 68
Mannréttindadómstóllinn var ekki bær til að fjalla um þýðingu laga-
breytinga, sem gerðar voru 1981, eftir að þeir atburðir urðu, sem
málið spratt af. Dómstóllinn lýsti þó ánægju með lagabreytingar, sem
miðuðu að því að skuldbindingar Bretlands eftir mannréttindasáttmál-
anum væru virtar.
II. 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.
Neitað hafði verið um leyfi til að leita bréflega lögfræðiaðstoðar
vegna meintrar vanrækslu í fangavörslu. Mannréttindadómstólnum bar
að úrskurða um kæruna, þó að lögum og starfsreglum hefði nýlega
verið breytt. Byggt var á dómi 21. febrúar 1975 í málinu Golder gegn
Bretlandi.
Niðurstaða: Brot.
III. 8. gr. mannréttindasáttmálans.
Þessi grein fjallar um friðhelgi einkalífs, fjölskyldu, heimilis og
bréfaskipta. Sjö kærendur héldu því fram, að greinin hefði verið brot-
in þar sem 64 bréf hefðu ýmist verið stöðvuð eða látin liggja um skeið
hjá fangelsisyfirvöldum. Mannréttindanefndin hafði komist að þeirri
niðui'stöðu, að kærurnar væru í flestum atriðum á rökum reistar, og
var þessu ekki andmælt fyrir dómstólnum af hálfu ríkisstjórnar Bret-
lands.
1. Var röskunin „samkvæmt lögum“?
I 8. gr. 2. mgr. segir, að röskun þeirra réttinda, sem 8. gr. 1. mgr
nefnir, sé í vissum tilvikum heimil. M.a. þarf það að gerast „samkvæmt
lögum“.
a) Almennt gildir, að röskunin þarf að byggjast á lögum þess ríkis,
er í hlut á, lögin þurfa að vera nægilega aðgengileg og afleiðingar
gerða þurfa að vera fyrirsjáanlegar í sanngjörnum mæli. Þégar meta
á, hvort afleiðingar séu þannig fyrirsjáanlegar, má taka tillit til starfs-
reglna frá ráðherra, þótt þær jafngildi ekki lögum, ef þeir, sem þær
snerta, fá nægilegar upplýsingar um þær. Það er þess vegna ekki
nauðsynlegt, að skilyrði og starfsaðferðir varðandi afskipti af bréfum
séu í almennum lögum. Nauðsynlegt er, að ákvæði séu um ráðstaf-
anir gegn misnotkun starfsreglna, einkum ef þær hafa að geyma víð-
tækar matsheimildir, en um slíkar ráðstafanir þarf ekki að vera mælt
í texta þeim sem leyfir röskun.
b) Mannréttindadómstóllinn kannaði þær gerðir fangelsisyfirvalda,
sem kærðar voru, á grundvelli ofangreindra meginreglna og atvika
málsins.
270