Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 76
sem í hlut á, gerði innan hæfilegs tíma viðeigandi ráðstafanir. Niður- staðan var sögð vera önnur, ef tafir standa lengi og varða skipulag dómsstólanna. Það sem hér var gert sýndi raunverulegan vilja til að leysa vand- ann, en hinum skipulagslega þætti var ekki sinnt eins og þurfti. Árangurinn var því ófullnægjandi. Niðurstaða: Brot á 6. gr. 1. mgr. III. 50. gr. (bætur). 1. Vegna miska var nóg að gert með dómnum. 2. Kærandi var talinn eiga rétt á málskostnaði vegna málarekstrar í Sviss og Strassbourg. Niðurstaða: Ríkissjóður Sviss skyldi greiða kærendum tiltekna fjár- hæð vegna málskostnaðar, en kröfum þeirra var að öðru leyti hafnað. I dómnum var vísað til 6 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 10. SILVER OG FLEIRI. 50. GR. (BÆTUR). Dómur 24. október 1983. Aðildarríki: Bretland. Efnisdómur var kveð- inn upp 25. mars 1983 af sjö manna deild, sjá hér að framan. Þessi dómur var einnig kveðinn upp af deild 7 dómara. I. Miski. 1. Kröfu allra kærenda um „almennar bætur“ var hafnað og sagt, að sanngjarnar bætur fælust í því, að talið var, að brot hefði verið framið. 2. Kröfu þriggja kærenda um sérstakar bætur var eftir atvikum einnig hafnað. II. Málskostnaður. — Teknar voru til greina, þó með nokkrum undantekningum, kröfur allra kærenda um málskostnað í Strassbourg. III. Niðurstaða: Ríkssjóður Bretlands skyldi greiða tiltekna fjár- hæð vegna málskostnaðar kærenda, en kröfum þeirra var að öðru leyti hafnað. I dómnum var vísað til 8 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 278

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.