Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 85

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 85
beinir fundurinn því til ráðherra að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þess efnis að launakjör félags- manna verði ákveðin af kjaradómi. [tarlegar umræður fóru fram um breytingu á nafni félagsins. Einkum voru ræddar tillögur um að félagið nefndist Félag umboðsstarfalausra dómara eða Félag dómara án umboðsstarfa. Þessu máli var frestað til næsta aðalfundar. Steingrímur Gautur Kristjánsson SKÝRSLA UM MANNRÉTTÍNDI Með auglýsingu nr. 10/1979 um aðild að alþjóðasamningum um mannrétt- indi var tilkynnt, að ísland hefði fullgilt báða mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna frá 1966 og gerst aðili valfrjálsrar bókunar varðandi annan þeirra. Sáttmálarnir eru birtir með auglýsingunni og kallast á íslensku: Al- þjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og Al- þjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Getið er fyrirvara, sem gerðir voru af íslands hálfu. Vegna aðildar að mannréttindasáttmálunum var samin skýrsla um mann- réttindi á íslandi og lögð fyrir mannréttindanefnd Sþ. Baldur Möller ráðu- neytisstjóri fylgdi umræðu um skýrsluna úr hlaði á fundi nefndarinnar 18. október 1982. Var skýrslan eina umræðuefnið á tveimur nefndarfundum þenn- an dag og á einum fundi tveim dögum siðar. Auk Baldurs tóku 11 nefndar- menn til máls og lesin var skrifleg greinargerð frá einum nefndarmanni, norska fulltrúanum Torkel Opsahl. Fróðlegt er að kynna sér þær spurningar og athugasemdir, sem ræðumenn settu fram, en margir þeirra koma frá löndum með allt aðrar menningarhefðir en ríkja i Vestur-Evrópu. Baldur Möll- er svaraði fyrirspurnum á fundinum 20. október. Um skýrsluna og umræð- urnar eru frásagnir I þeim ritum Sþ, sem um þetta svið fjalla. Skjalanúmer skýrslunnar sjálfrar er CCPR/C/10/Add. 4, en skýrslnanna um umræðurnar CCPR/C/SR. 391,392 og 395. Þ. V. RÉTTARFARSÞING í ÞÝSKALANDI Dagana 12.-17. september 1983 var efnt til alþjóðaþings um réttarfar í borginni Wurzburg í þýska sambandslýðveldinu. Var það kallað 7. alþjóða- þingið, og hið næsta á undan var sagt vera þingið í Gent 1977, en frá því var sagt í TL 1978 bls. 38-39. Eitthvað hefir skoðun manna á tölu fyrri þinga tekið breytingum, og var það allt skýrt vel og greinilega, þótt ekki verði þær skýringar endurteknar hér. Aðalefni Wurzburg-þingsins var Virk réttarvernd og stjórnskipulag. Var þing- ið vandlega undirbúið og gefin út fyrirfram bók með aðalskýrslum, sem fram voru lagðar. Útgefandi bókarinnar er Gieseking-Verlag, Bielefeld. Efni bók- arinnar er þetta: Stjórnlög og einkamálaréttarfar (Karl Heinz Schwab, Erlangen og Peter Gottwald, Regensburg). 287
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.