Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 3
*
LÖGFRÆÐINGÁ
4. HEFTI 47. ÁRGANGUR DESEMBER 1997
ALMENNINGUR VILL...
I byrjun nóvember síðastliðins var haldið fjölmennt dómsmálaþing. Það sóttu
dómarar, sýslumenn, saksóknarar, starfsmenn dómsmálaráðuneytis, ríkislög-
reglustjóra og Fangelsismálastofnunar. Þar fluttu fyrirlestra sálfræðingar, félags-
fræðingur, hæstaréttarlögmaður, ritstjóri og þingmaður svo og dómari, tveir sak-
sóknarar og vararíkislögreglustjóri. Dómsmálaráðherra ávarpaði þingið. Um-
ræðuefni þingsins var „Eru refsingar of vægar á íslandi“ með undirskriftinni
„umræða um ákvörðun refsinga og refsistefnu“.
Segja má með fullum rétti að í umræðunni hafi komið fram sjónarmið allra
þeirra aðila sem koma að refsivörslu í víðasta skilningi þess orðs, þ.e. lögreglu,
ákærenda, verjenda, dómara og starfsmanna Fangelsismálastofnunar, auk þess
sem fræðimenn gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á þessu sviði. Ritstjórinn og
þingmaðurinn virtust hins vegar tala í umboði „almennings“ hvemig svo sem
þeir kunna að hafa orðið sér úti um það umboð.
Það er ekki í fyrsta skipti sem lögfræðingar taka þetta málefni til umræðu og
reyndar má segja að umræðan um refsingar hafi undanfarin ár verið nokkuð
stöðug og óslitin. Þannig var t.d. á vegum Lögfræðingafélags íslands í október
1996 haldinn fundur um þyngd refsidóma á Islandi þar sem höfðu framsögu
saksóknari, héraðsdómari og hæstaréttarlögmaður.
I þessari umræðu, bæði á dómsmálaþingi og fyrr, hafa þeir sem að refsi-
vörslunni koma verið á einu máli um það að refsingar hér á landi væru hæfilegar
og ekki væri sérstök ástæða til þess að þyngja þær eða létta. Þá ber vissulega að
hafa í huga að refsingar hafa smám saman verið að þyngjast fyrir ákveðin brot,
s.s. kynferðisbrot.
Hvemig má vera að þessi hópur, sem að refsivörslunni kemur og gætir þar
mismunandi hagsmuna og sjónarmiða, er jafn sammála og raun sýnist bera vitni.
Er þar ekki allt á misskilningi byggt og málum væri betur komið ef t.d. allar
refsingar væm þyngdar að mun, um helming eða eitthvað álíka?
227