Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 6
sinnar og atorku. Naut hann mikils álits og trausts í störfum sínum, enda hafði hann til að bera greind og hæfileika, sem gerðu hann frábærlega hæfan til að leysa úr hinum flóknustu viðfangsefnum. Hann var víðlesinn á flestum sviðum lögfræðinnar og gerði sér sérstakt far um að fylgjast með nýjum straumum í þeim efnum. í Hæstarétti reyndi sífellt á ný og erfið úrlausnarefni, sem tekin voru föstum og vönduðum tökum. Þar voru á þessum tíma dæmd mál á mörgum sviðum réttarins, sem voru stefnumarkandi og reyndust traust fordæmi til framtíðar. Naut hér við staðgóðrar lagaþekkingar, glöggskyggni og mannvits Gizurar og samdómenda hans. A alllöngu tímabili fyrir og eftir miðja öldina störfuðu saman í Hæstarétti auk Gizurar dómararnir Þórður Eyjólfsson, Jón Asbjörnsson, Jónatan Hallvarðsson og Arni Tryggvason. Allir eru þessir hæfu dómarar nú horfnir af sviðinu, en ég vil leyfa mér að fullyrða að þeir hafi haft mikil og heillavænleg áhrif á réttarþróunina og stuðlað þar að festu og stöðugleika. Ekki einasta nýttist þekking Gizurar Bergsteinssonar og hæfileikar í störfum hans sem dómari í Hæstarétti, heldur kom hann víða við. Einkum vann hann mjög að undirbúningi lagasetningar, meðal annars á nýjum sviðum. Þannig átti hann mjög hlut að mótun löggjafar á sviði samgangna, en óvíða hafa orðið eins gagngerar breytingar og þar. Hann vann meðal annars að frumvarpi að bifreiða- lögum og ekki síður er merkt framlag hans til laga um loftferðir, en hann mun hafa samið frumvarp að fyrstu lögum um þau efni og skýringar með því. Þá átti hann hlut að samningu löggjafar um réttarfarsmálefni, bæði um meðferð opin- berra mála og einkamála, svo og að löggjöf um Hæstarétt íslands. Til viðbótar má hér nefna hegningarlög, lög um barnavemd og lög um lax- og silungsveiði. Um langt árabil var Gizur og formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði. Þá ritaði hann einnig greinar um lögfræðileg málefni í ýmis rit. Rétt er og að geta þess að Gizur var mikill unnandi íslenskrar tungu og jafnan var það sameiginlegt kappsmál hans og samdómenda hans að dómar Hæstaréttar væru ritaðir á góðu íslensku máli eins og dómar réttarins á ofangreindu tímabili bera glöggt vitni um. Ber að vona að ætíð takist að fylgja því góða fordæmi. Gizur var gæfumaður í einkalífi. Eiginkona hans, Dagmar Lúðvíksdóttir, reyndist honum mikil stoð og stytta, en þau gengu að eigast á árinu 1931. Eign- uðust þau 4 börn, Lúðvík, hæstaréttarlögmann, Bergstein, verkfræðing og brunamálastjóra rikisins, Sigurð, sýslumann á Akranesi og Sigríði, meinatækni. Er þeim öllum, sem og öðrum aðstandendum, vottuð innileg samúð við fráfall Gizurar. Hæstiréttur íslands minnist Gizurar Bergsteinssonar með mikilli þökk og virðingu. Með mikilvirkum störfum sínum átti hann stóran þátt í að leggja traustan grunn, sem síðan hefur verið byggt á. Sú ósk skal látin hér í ljós, að Hæstarétti megi auðnast um alla framtíð að starfa af þeirri vandvirkni, hollustu og trúnaði, sem einkenndu öll hans störf. Haraldur Henrysson 230
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.