Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 9
lagsmálum og breyttum ávöxtunarkjörum sparifjár. Með dómi Hæstaréttar voru tjónþolanum dæmdar töluvert hærri bætur en héraðsdómur hafði dæmt. Eins og fram kom í fyrri grein okkar höfðum við áður, að ósk allsherjar- nefndar, borið bótareglur hinna nýju skaðabótalaga saman við eldra bótakerfi. Niðurstaða okkar varð sú, að margfeldisstuðull 1. mgr. 6. gr. laganna þyrfti að hækka úr 7,5 í 10,0 svo samsvörun yrði milli eldra og yngra bótakerfis. I fyrmefndu hæstaréttarmáli, lá fyrir útreikningur tryggingafræðings um að höfuðstólsverðmæti taps vegna varanlegrar örorku næmi 2.501.400 krónum að meðtöldu tapi lífeyrisréttinda, væri reiknað með 6% afvöxtun framtíðartekna. Tapið næmi hins vegar 3.052.694 krónum að meðtöldu tapi lífeyrisréttinda miðað við 4,5% framtíðarvexti. Tjónið reiknaðist þannig 22% hærra í síðara tilvikinu. Aftur á móti verður ekki ráðið svo óyggjandi sé, hvort forsendu um lækkun eða frádrátt frá bótum vegna skattfrelsis og hagræðis við eingreiðslu o.fl. hafi jafnframt verið breytt. Ástæðan er sú, að í málinu dæmir Hæstiréttur í einu lagi bætur vegna varanlegrar örorku og miska, sem þannig voru samtals ákveðnar 2.100.000 krónur. Þessi aðferð gerir örðugt um vik við afmörkun frádráttar frá reiknuðu tjóni. Til að nálgast svar við þessu yrði að áætla, hver hlutur miskabótanna í heildarfjárhæðinni sé, en sá hluti bóta sætti ekki frádrætti af framangreindum sökum í eldra bótakerfi. Hugsanlega má reikna sér til með samanburði á dóminum sjálfum og sératkvæði eins dómara, sem gerði þann eina ágreining, að leggja bæri til grundvallar dómi 5% framtíðarvexti, en ekki 4,5%. Sú aðferð gefur ástæðu til að ætla, að miskabætur hafi verið ákveðnar 100.000 krónur og lækkunin samkvæmt því orðið um 35%. Ef þessi ályktun fær staðist stendur eftir, að miskabætur í þessu tilviki eru mun lægri en við höfum áður komist að niðurstöðu um að væri dómvenja og skerðingin jafnframt mun meiri. Á þessu skal hér vakin athygli. Við viljum hins vegar leggja áherslu á, að varhugavert hlýtur að vera að draga slíkar ályktanir af einum dómi, þar sem ekki er gerð sérstök grein fyrir þessum álitaefnum í forsendum dómsins. Varðandi skerðing- una ber þó að líta til þess, að í tilviki þessa tjónþola voru til staðar rök fyrir meiri skerðingu bóta en í ýmsum tilvikum öðrum. Um var að ræða ungan tjón- þola, lága örorku og svo háar tekjur, að launaígildi örorkubótanna hefði lent að fullu í staðgreiðsluskatti. Það dregur enn úr fordæmisgildi dómsins varðandi frádráttinn að nokkru síðar gengu hæstaréttardómar þar sem frádrátturinn var ákveðinn milli 25 og 30%, sjá H 1995 1052 og H 1995 2194. Svar okkar við spurningu allsherjamefndar í 1. tölulið bréfs hennar var að okkur þætti ljóst, að breytt forsenda um afvöxtun í dómi Hæstaréttar leiddi til þeirrar niðurstöðu, að hækka þyrfti margfeldisstuðul 1. mgr. 6. gr. skaðabóta- laga umfram það, sem við höfðum áður talið, svo samsvömn yrði milli eldra og yngra bótakerfis. Fyrirvari um hugsanlegan aukinn frádrátt, er kynni að felast í dóminum, sbr. að framan, breytti ekki þeirri niðurstöðu. 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.