Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 18
þyrfti að vera til að mæla fullar bætur til tjónþola. í töflunum er miðað við fimm möguleika á frádrætti vegna skatt- og eingreiðsluhagræðis til að ná fram samanburði við eldra bótakerfi. Þeir frádráttarkostir liggja á bilinu 25- 40%. í þessum töflum hefur ekki verið tekið tillit til aldursleiðréttingar á tekjuviðmiðun, sbr. síðar. b) Með þessum hætti er sýnt nákvæmar en áður, að í raun þarf stuðullinn að breytast til lækkunar ár frá ári með hækkandi aldri til að fá fram meiri nákvæmni en 9. grein laganna gerir til að ákvarða lækkandi bætur fyrir varanlega örorku með hækkandi aldri. Alveg er ljóst, að sú aðferð laganna að mæla 25 ára gömlum manni jafnháar bætur og 17 ára gömlum manni er ekki nákvæm, enda er í fyrra tilvikinu um að ræða færri ólifuð tekjuár, sem þarf að bæta, en í síðara tilvikinu. Jafnframt er þess að gæta, að í mörgum tilvikum mun tekjugrundvöllur svo ungs tjónþola, hvort sem litið er til síðasta árs fyrir slys eða síðustu þriggja ára, ekki gefa rétta mynd af þeim meðalárstekjum, sem vænta má að hann hefði náð síðar á starfsævinni. Um þetta vísast til umfjöllunar um 7. gr. laganna. c) Ef litið er til dálks nr. 5 í fyrra dæminu að framan kemur í ljós, að margfeldisstuðullinn þyrfti að vera 12,96 fyrir 17 ára gamlan tjónþola, 12,23 fyrir 25 ára tjónþola o.s.frv. í stað 7,5 eða 10,0 í báðum tilvikum skv. lögunum. Fyrir 50 ára gamlan tjónþola yrði stuðullinn í þessu tilviki 8,00 í stað 5,25 eða 7,0 samkvæmt gildandi skaðabótalögum, en þá hefur stuðull þeirra verið lækkaður vegna hærri aldurs skv. ákvæðum 9. gr. d) Ef litið er til síðara dæmisins, sem byggist á 6% afvöxtunarforsendu sést með sama hætti, að stuðullinn hefði þurft að vera 10,46 fyrir 17 ára tjónþola, 10,05 fyrir 25 ára o.s.frv. e) í töflunum er tilgreint með hve margföldum árslaunum (sbr. 7. gr.) þyrfti að bæta framtíðartekjutapið. Við lægra örorkustig en 100% (fjárhagsleg örorka) yrðu þessar tölur í hlutfalli við það. f) Til frekari skýringar á nýjum margfeldisstuðli tókum við fram að notuð var sambærileg tafla og þær sem tryggingafræðingar hafa notað við útreikninga sína við mat á framtíðartekjumissi tjónþola. Taflan er miðuð við 4,5% ávöxtun framtíðartekna. Notaðar eru dánar- og ævilengdartöflur áranna 1986-1990 og örorkulíkur líklega skv. sænskum reynslutölum.11 Er þessi tafla sömu gerðar og töflur sem tryggingafræðingar nota við útreikninga sína á framtíðartekjumissi, en þó er hér það nýmæli, að enginn greinarmunur er gerður eftir kynferði eins og hefðbundið hefur verið að gera í slíkum töflum fram til þessa. Ákvörðun bóta fyrir tekjumissi framtíðarinnar hefur fram að gildistöku laganna farið þannig fram að tryggingafræðingar hafa reiknað núvirði höfuð- stóls tekjumissisins. 11 Alþingistíðindi 1995-1996. A-deild, bls. 3329. 242
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.