Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 20
Önnur tillaga okkar til breytinga tengist því, að samkvæmt skaðabótalögum eru tjónþolum einungis ætlaðar bætur til 70 ára aldurs nema í undantekn- ingatilvikum, sbr. 2. mgr. 9. gr. Fram að gildistöku laganna hafa bætur hins vegar jafnan verið ákveðnar samkvæmt töflum tryggingafræðinga, þar sem gert er ráð fyrir einhverri tekjuöflun fram yfir áttræðisaldur. Töflur þessar eru byggðar á meðaltalsreynslu um lífs- og starfslíkur og hinn árlegi fjárhagslegi skaði því metinn lægri með hækkandi aldri. Fyrir mann, sem slasast á miðjum aldri, getur þessi breyting hinna nýju laga augljóslega numið nokkrum fjár- hæðum til lækkunar. Mestu munar þetta fyrir mann, sem slasast 69 ára gamall og á samkvæmt eldri reikningsaðferðum óbætt 3,95 árslaun. Sá hinn sami fengi hins vegar aðeins 0,92 árslaun bætt ef ekki er reiknað með tekjum eftir sjötugt. Þá á að vísu í báðum tilvikum eftir að taka tillit til skattafrádráttar. Fyrir 50 ára gamlan mann verða bætur nálægt 5% lægri ef tekjutap eftir sjötugt er ekki bætt. Fyrir 17 ára gamlan tjónþola munar þetta hins vegar litlu, þ.e. innan við 1%. I tryggingafræðilegu töflunum er gert ráð fyrir að tjónþoli hefði án slyssins fylgt í atvinnutekjum meðaltalstekjum jafnaldrahóps síns til æviloka. Honum eru því ekki ætluð óskert laun til sjötugs heldur síminnkandi árstekjur í fram- tíðinni þar sem heildartekjur jafnaldrahópsins minnka með aldrinum, meðal annars vegna þess að nokkrir falla frá, aðrir veikjast, enn aðrir missa starfsþrek og minnka við sig vinnu með hækkandi aldri eða af öðrum ástæðum. Næsta óeðlilegt er að tjónþoli sé látinn fylgja tekjuþróun jafnaldrahóps síns fram til sjötugs en sé þá kippt út úr hópnum. Látinn taka á sig áföllin fram til þess aldurs en fái ekki að njóta þess sem ávinnst eftir það aldursmark. Við sáum ekki tilefni til að hverfa frá hinum hefðbundnu uppgjörsaðferðum að þessu leyti, svo sem gert var með lögunum. Við töldum rétt, að þær yrðu teknar upp að nýju. Slík ákvörðun bryti heldur ekki á nokkum hátt gegn þeim markmiðum, sem að var stefnt með setningu laganna. Á því var vakin athygli að víðast í nálægum löndum er við útreikning fram- tíðartekjutjóns vegna örorku ekki reiknað með að bæta atvinnutekjutjón eftir tiltekinn aldur. Er þá miðað við 65 til 70 ár. Þá er og á það að líta að líf- eyrisgreiðslur almannatrygginga frá 67 ára aldri eru tekjutengdar. Eingreiðsla örorkubóta, einhvern tíma á starfsævinni, hefur ekki áhrif á þessar lífeyris- greiðslur. Má leiða að því viss rök að tillaga okkar í þessu efni geti leitt til tvígreiðslu í slíkum tilvikum. Þriðja efnisatriðið í tillögum okkar um breytingar á 6. gr. laganna leiddi af þeirri staðreynd að launatekjur manna dreifast ójafnt yfir starfsævina. Tekjur manna eru að jafnaði hæstar um miðbik starfsævinnar en lækka síðan nokkuð fram að starfslokum. Tekjur ungra manna eru sjaldnast eðlilegur grundvöllur fyrir áætlun um ævitekjur þeirra. Sést þetta vel af eftirfarandi töflu um aldurs- fylgni atvinnutekna: 244
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.