Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 22
eða ef ætla má að annar mælikvarði sé réttari um framtíðartekjur tjónþola. Þrátt fyrir ákvæði 1.-2. mgr. þessarar greinar skal aldrei miðað við lægri árslaun en tilgreint er í þessari töflu: 66 ára og yngri 1.400.000 67 ára 1.300.000 68 ára 1.200.000 69 ára 1.100.000 70 ára 1.000.000 71 ára 900.000 72 ára 800.000 73 ára 700.000 74 ára og eldri 600.000 Ekki skal miða við hærri árslaun en 4.500.000 krónur. Ákvæði 1. mgr. um tekjur á „jafnlengdarári", þ.e. tekjur á síðustu 12 mánuðum fyrir þann dag, er tjón varð, hefur verið gagnrýnt.14 Þessi viðmiðun er til þess fallin að valda erfiðleikum í framkvæmd. Að jafnaði liggja tekjur manna skýrast fyrir miðað við almanaksár, þ.e. á skattframtölum. Ákvörðun „jafnlengdarárstekna" krefst hins vegar sérstakrar athugunar, þar sem tímasetja þarf tekjur nákvæmlega innan ársins. Slíkt er oft háð erfiðleikum og óvissu, auk þess sem þessi aðferð gefur möguleika á vissri misnotkun. Við lögðum til að snúið yrði til fyrri framkvæmdarvenju um að tekjumar miðist við almanaksár og miðað verði við meðaltal þriggja síðustu ára fyrir slys. Þær yrðu síðan færðar upp til verðlags þess dags er tjónþola er metin varanleg örorka. Þetta er sama tímamark og miðað er við í tillögum okkar að 1. mgr. 6. gr. Af þessu leiðir að vísitöluleiðréttingin í lokamálslið 2. mgr. 15. gr. laganna á ekki lengur við og fellur burt. Til að taka af tvímæli verði jafnframt kveðið beinlínis á um, að til „heildarvinnutekna“ skuli m.a. bæði telja framlag vinnu- veitanda og launþega til lífeyrissjóðs. Viðmiðun við síðustu þrjú tekjuár er að jafnaði eðlileg þegar um er að ræða mann í launuðu starfi. Launatekjur liðinna ára eru oftast góð vísbending um launatekjur komandi ára. Þetta á þó ekki næstum alltaf við. Hjá ungu fólki, sem er að hefja starfsferil sinn, eru líkur fyrir hækkandi launum. Hjá fullorðnu fólki, sem nálgast lok starfsævinnar, eru lrkur fyrir lækkandi launum. Til þessara þátta er tekið tillit í margfeldisstuðli 6. gr. Launatekjur liðinna ára eru hins vegar ekki góður mælikvarði ef breytingar höfðu orðið á högum tjónþola skömmu áður en slys varð eða þegar fullyrða má að slíkar breytingar standi fyrir dyrum. Má nefna sem dæmi að tjónþoli hafi skipt um starf þannig að breyting hafi orðið á tekjum eða látið af starfi og hafið töku lífeyris. I slíkum tilvikum er eðlilegra að 14 Jón Erlingur Þorláksson, tilvitnað rit bls. 45. 246
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.