Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 24
miskastig er 30%, 35%, 40%, 45% eða 50% skulu örorkubætur vera 160%, 170%, 180%, 190% eða 200% af bótum fyrir varanlegan miska. Þegar miskastig er 55% eru örorkubætur 225% af bótum fyrir varanlegan miska. Þegar miskastig er 60%, 65%, 70%, 75%, 80% eða 85% skulu örorkubætur vera 250%, 275%, 300%, 325%, 350% eða 375% af bótum fyrir varanlegan miska. Þegar miskastig er 90%, 95% eða 100% skulu örorkubætur vera 400% af bótum fyrir varanlegan miska. Hörð gagnrýni hefur komið fram á efni þessarar greinar og tengsl hennar við 6. gr. laganna. Bent hefur verið á mismunun milli tjónþola eftir því undir hvora greinina þeir falli.15 Að auki sé oft vafasamt, í hvorn dilkinn skuli draga einstaka tjónþola. Aður en gerð er nánari grein fyrir þessari gagnrýni þykir rétt að lýsa stuttlega meginefni 8. gr. Undir greinina falla að meginstefnu til þeir, sem engar eða óverulegar vinnutekjur hafa. I greininni er sérstaklega getið um börn, án þess að nánar sé tilgreint til hvaða aldurs það nái. Auk þeirra munu stærstu hóparnir, sem greinin tekur til, vera heimavinnandi húsmæður og námsmenn. Bætur til þeirra, sem falla undir greinina eru ekki byggðar á mati á fjárhagslegri örorku, heldur eru bótaupphæðir leiddar af hinni hefðbundnu læknisfræðilegu örorku. Þannig er fjártjón vegna varanlegrar örorku bætt á grundvelli miskastigs skv. 4. gr. Væri miski minni en 15% greiddust engar fjártjónsbætur skv. skaðabótalögunum frá 1993, en eftir lagabreytinguna á miðju ári 1996 (1. nr. 42/1996) hefur lágmarkið verið fært í 10%. Fjártjónsbætur fara svo stighækkandi með hækkandi miskastigi. Hámarksbætur til þess, sem hlýtur 100% örorku verða 16 millj. kr. m.v. vísitölu skaðabótalaganna. Sé sú fjárhæð yfirfærð á stuðulinn 7,5 fyrir 25 ára tjónþola jafngildir hún bótum samkvæmt 6. gr. skaðabótalaganna miðað við 2,1 millj. kr. í árslaun eða 178 þús. kr. í mánaðarlaun. Sé hins vegar litið á 16 millj. króna bótaupphæðina í ljósi þess sem gilti fyrir tíma skaðabótalaganna og þá reiknað útfrá tryggingafræðilegum töflum miðað við 6% afvöxtun og 33,3% skerðingu (sbr. dálk 5 í töflu 2 hér að framan) má líta á þetta sem samsvarandi 1.600.000 króna árslauna eða 133 þús. kr. mánaðarlauna. Gagnrýni á efni 8. gr. er ýmiss konar. Skipting tjónþola í tvær fylkingar, eins og gert er í 6. og 8. gr. skaðabótalaganna, veldur óhjákvæmilega misræmi og afmörkunarvanda. Notkun læknisfræðilegs örorkumats í 8. gr. en fjárhagslegs örorkumats í 6. gr. getur leitt til óeðlilegrar niðurstöðu. Niðurfelling bótaréttar 15 Dr. jur. Bo von Eyben, tilvitnuð grein bls. 101. Jón Erlingur Þorláksson, tilvitnað rit bls. 43-44. 248
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.