Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 31
en tekjutap eru mun minni hér á landi en algengt virðist hjá öðrum þjóðum. Þegar örorkustig er svo hátt að hinn slasaði geti átt rétt til lífeyrisgreiðslna fylgir örorkunni oft aukinn kostnaður vegna verka sem heilbrigðir einstaklingar sinna sjálfir. Sem algeng dæmi má nefna að viðhald húss, umsjón garðs, þrif á bíl o.s.frv. sem heilbrigðir einstaklingar sinna sjálfir í ríkum mæli geta orðið þungir útgjaldaliðir hjá slösuðum manni með 50% varanlega örorku eða hærri. Það er því með öllu óljóst að lífeyrisgreiðslur í slíkum tilvikum leiði til „ofbóta“ þegar grannt er skoðað. b) Um hækkun iðgjalda Að okkar mati er það ekki gild röksemd gegn breytingu á skaðbótareglu að slíkt geti eða muni leiða til hækkunar tryggingaiðgjalda. Skaðabótareglur vegna líkamstjóns hljóta að miðast við að tjón sé bætt að fullu, ef bótaskilyrði eru fyrir hendi. Iðgjöld vátrygginga eru afleidd stærð, þ.e. þau ákvarðast af raunveru- legum tjónakostnaði. Það er óviðunandi niðurstaða að bæta tjón slasaðs fólks einungis að hluta í því skyni að lækka tryggingaiðgjöld. Um þessi sannindi ætti ekki að vera ágreiningur. Um það þarf ekki að deila að tillögur okkar leiða til aukins bótaréttar slasaðs fólks miðað við reglur skaðabótalaga nr. 50/1993. Þetta leiðir af hækkun margfeldisstuðuls skaðabótalaganna, en rannsóknir okkar sýna ótvírætt að hann sé of lágur eins og ítarlega er rökstutt hér að framan. Önnur atriði í tillögum okkar hafa einnig áhrif til hækkunar bóta. Að okkar mati er er hins vegar alls ekki ljóst að tillögur okkar leiði til víðtækari bótaréttar slasaðs fólks en hér gilti fram að gildistöku skaðabóta- laganna þann 1. júlí 1993. Enginn vafi er á því að auk of lágs margföldunar- stuðuls laganna þá hafa breyttar reglur um mat á örorku leitt til þess að metnum örorkustigum vegna umferðarslysa hefur fækkað að mun. Að okkar mati hafa engar upplýsingar verið lagðar fram sem sýna að iðgjöld bifreiðatrygginga vegna líkamstjóna þurfi að hækka frá því sem var fyrir gildistöku skaðabóta- laganna þótt tillögur okkar yrðu að lögum. Ýmis ytri merki styðja þetta mat okkar, eins og upplýsingar frá örorkunefnd um málafjölda og metin örorkustig, staða bótasjóða vátryggingafélaganna og lækkandi iðgjöld bifreiðatrygginga. c) Ofhá lágmarkslaun. Það er vandasamt að ákveða með hverjum hætti skuli reikna framtíðar- fjártjón þess sem slasast og hefur enga tekjureynslu til að miða við. Það er rétt sem fram hefur komið hjá gagnrýnendum að tillaga okkar um 1.400.000 kr. sem lágmarksárslaun til viðmiðunar er hærri en nemur tekjum fjölmargra. I álitsgerð okkar er ítarlega rökstutt af hverju við töldum nauðsynlegt að hafa lágmarks- tekjuviðmiðun í lögunum og hvað réði vali okkar á viðmiðun. Til viðbótar því sem þar kemur fram kann að vera rétt að undirstrika að tillagan felur ekki í sér jafn mikla grundvallarbreytingu og talið hefur verið. Fram að gildistöku skaðabótalaganna á árinu 1993 var það viðtekin venja að reikna fjártjón (tekju- 255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.