Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 51
4.2 Hlutverk lækna við ákvörðun tímabundins atvinnutjóns Það er í upphafi meðferðarlæknir sem ákvarðar óvinnufæmi tjónþola vegna líkamstjóns, enda er slfkt einn þáttur í meðferð við líkamsskaðanum. Verkefni matslæknis er að ákvarða heildartímalengd óvinnufærni samkvæmt vinnu- eða bataviðmiði eins og lýst er hér að framan. Það er ekki hlutverk matslæknis að deila kostnaði vegna óvinnufæminnar milli einstakra greiðenda s.s tjónvalds, vinnuveitanda eða annarra. 4.2.1 Mat á tímabundnu atvinnutjóni samkvæmt vinnuviðmiði Tjónþoli á að fá fullar bætur í samræmi við atvinnutekjur er hann átti í vændum (forventede lpn)49 á þeim tíma er hann var óvinnufær. Dæmi um þetta er að finna hjá Jens Mpller og tengist Islandi: ...U 1982.50 H (en tilskadekommen islandsk fisker var pá ulykkestidspunktet midlertidigt ansat pá en dansk virksomhed. Erstatning for tabt arbejdsfortjeneste blev fastsat i henhold til indtægten pá ulykkestidspunktet og ikke i forhold til hans for tidligere ár opgivne skattepligtige indkomst i Island).50 Tjónþola ber að sanna það tímabundna atvinnutjón er hann telur sig hafa orðið fyrir með því að leggja fram læknisvottorð meðferðarlæknis um óvinnu- færni, staðfestingu launagreiðenda um tekjuskerðingu eða á annan hátt. Mats- lækni ber á hinn bóginn að leitast við að sannreyna þann tíma er tjónþoli var raunverulega frá vinnu vegna tjónsins. í því skyni á hann að yfirfara gaum- gæfilega læknisvottorð meðferðarlæknis og bera saman við önnur gögn. Auk þessa getur matslæknir metið óvinnufærni fyrir tiltekið tímabil, jafnvel þótt ekki liggi fyrir læknisvottorð um óvinnufæmi, ef hann telur slíkt líklegt sam- kvæmt öðrum gögnum eða að eigin mati á líklegum sjúkdómsgangi. Sé tjónþoli launamaður er að jafnaði auðvelt að ákvarða fjarvistartíma á grundvelli læknisvottorða og upplýsinga frá atvinnurekanda. Erfiðara getur reynst að meta tímabundið atvinnutjón sjálfstætt starfandi einstaklinga. Ástæð- an er sú að upplýsingar frá atvinnuveitanda, sem eiga ásamt læknisvottorði að staðfesta tjónið, eru gefnar af tjónþola sjálfum og rýrir það augljóslega sönnunargildi þeirra. Þar við bætist að sjálfstætt starfandi einstaklingar sækjast sjaldan eftir læknisvottorðum, sem liggja því ekki fyrir við matsvinnuna. Hlutverk matslæknis er hér sem annars staðar fyrst og fremst að ákvarða eðlilegan óvinnufærnitíma út frá sjúkdómsgangi og eðli þess starfs er tjónþoli sinnir. Þá má hafa hliðsjón af ýmsum rekstrarþáttum í fyrirtækinu s.s. að hve miklu leyti starfsemin er háð nærveru eða beinu vinnuframlagi tjónþola eins og 49 Eyben, Bo von, Nprgaard, Jorgen, Vagner, Hans Henrik: Lærebog i erstatningsret. Kaup- mannahöfn 1995, bls. 234. Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup- mannahöfn 1996, bls. 59. 50 Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaupmannahöfn 1996, bls. 59. 275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.