Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 57
Tímabundið atvinnutjón - óbætt ?
Mynd 4: Tímabundið atvinnutjón óbœtt. Eftir að stöðugleikatímapunkti er náð fellur
niður réttur til tímabundins atvinnutjóns. A tímanum frá stöðugleikatímapunkti þar til
vinna er hafin að nýju kynni tjónþoli í sumum tilfellum að vera vanbœttur (skástrikað
svœði).
algjörlega á slysadegi og líkur á bata taldar engar eða hverfandi. Anders
Vinding Kruse og Jens M0ller nefna dæmi:
...U 1988.432 0: Skadelidtes helbredstilstand straks efter ulykken var sá dárlig, at
det hurtigt stod klart, að han ville være fuldstændig invalid pá livstid. Hans tilstand
blev derfor anset for stationær straks fra ulykkestidspunktet, og der var derfor ikke
grundlag for at yde erstatning for tabt arbejdsfortjeneste, jf. EAL § 2, stk. 1.62
Þetta fræðilega sjónarmið er af mörgum talið of þröngt og ósanngjamt og
ekki í samræmi við að aðrir einstaklingar, sem slasast minna, fá greiddar bætur
fyrir þjáningar og tímabundið atvinnutjón og bera því meira úr býtum fyrir
62 Kruse, Anders Vinding og M0ller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaup-
mannahöfn 1993, bls. 69.
281