Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 59
2. Matslæknir ákvarðar tímalengd þjáninga samkvæmt stöðugleikatíma- punkti og tiltekur það tímabil er tjónþoli var rúmliggjandi, svo og hve lengi hann hafði fótaferð. Matslæknir ákvarðar hins vegar ekki upphæðir eða daggjald þjáningabóta. 3. Matslæknir ákvarðar tímalengd tímabundins atvinnutjóns með hliðsjón af vinnufæmi eða stöðugleikatímapunkti. Matslæknir ákveður hins vegar ekki upphæðir eða hvernig kostnaði af völdum tímabundins atvinnutjóns er deilt milli bóta- eða greiðsluaðila. 7. SAMANTEKT íslensku skaðabótalögin tóku gildi 1. júlí 1993. Þau eru sniðin eftir danskiá fyrirmynd og er þar í landi komin fram nokkur reynsla, sem stuðst er við í þessari grein. í nýju lögunum er gerður skýr greinarmunur á tímabundnum og varanlegum þáttum skaðabóta fyrir líkamstjón bæði hvað varðar ófjárhagslegt og fjárhagslegt tjón. Það eru nýmæli að tímabundið ófjárhagslegt tjón er sérstaklega afmarkað og kallað þjáningar. Mörk milli tímabundinna og varan- legra bótaþátta eru dregin við þann tímapunkt er „ekki er að vænta frekari bata“ hjá tjónþola og er hann nefndur á dönsku „stationærtidspunkt“ og mætti þýða á íslensku stöðugleikatímapunkt. Stöðugleikatímapunkturinn gegnir lykilhlut- verki í að ákvarða lok tímabundinna bótaþátta. Þannig ræðst þjáningatímabil alfarið af honum, en tímabundið atvinnutjón getur markast af honum ef vinnu- tengdir þættir eru óljósir. Við ákvörðun þjáningabóta er lögð áhersla á að verið sé að bæta ófjárhags- legt tjón og því sé rétturinn óháður því hvort tjónþoli sé vinnandi. Gerð er tillaga um orðalagsbreytingu í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. um þjáningar vinnufærs manns er segir: „Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur“, og stungið upp á að nota þar orðið „vinnufær“ í stað „ekki veikur“. Bent er á að aðalviðmið í hugtökunum þjáning og stöðugleikatímapunktur er bati en það hugtak er huglægt og býður upp á margvíslega túlkunarmöguleika. Því hefur komið fram nánari skilgreining á stöðugleikatímapunkti þar sem miðað er við lok meðferðar á spítala, innlögn á hjúkrunarheimili eða annan framtíðardvalarstað og einnig að frekari meðferð leiði ekki til lækkunar varan- legs miska. Við mat á tímabundnu atvinnutjóni er boðið upp á tvö viðmiðunarkerfi til að ákvarða lokatímapunkt, annað tengt bata og miðar við stöðugleikatímapunkt, hitt tengt vinnu og tekur mið af því hvenær tjónþoli gat hafið vinnu að verulegu leyti í sama mæli og áður. Miðað er við fyrri tímapunktinn af þessum tveimur viðmiðum. Verulegur munur er á hugtakinu þjáning, sem vísar til veikinda/bata og ákvarðar tímabundið ófjárhagslegt tjón og hugtakinu óvinnufærni, sem ein- vörðungu tengist vinnugetu óháð líðan einstaklingsins og ræður tímabundnu 283
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.