Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 59
2. Matslæknir ákvarðar tímalengd þjáninga samkvæmt stöðugleikatíma-
punkti og tiltekur það tímabil er tjónþoli var rúmliggjandi, svo og hve
lengi hann hafði fótaferð. Matslæknir ákvarðar hins vegar ekki upphæðir
eða daggjald þjáningabóta.
3. Matslæknir ákvarðar tímalengd tímabundins atvinnutjóns með hliðsjón
af vinnufæmi eða stöðugleikatímapunkti. Matslæknir ákveður hins vegar
ekki upphæðir eða hvernig kostnaði af völdum tímabundins atvinnutjóns
er deilt milli bóta- eða greiðsluaðila.
7. SAMANTEKT
íslensku skaðabótalögin tóku gildi 1. júlí 1993. Þau eru sniðin eftir danskiá
fyrirmynd og er þar í landi komin fram nokkur reynsla, sem stuðst er við í
þessari grein. í nýju lögunum er gerður skýr greinarmunur á tímabundnum og
varanlegum þáttum skaðabóta fyrir líkamstjón bæði hvað varðar ófjárhagslegt
og fjárhagslegt tjón. Það eru nýmæli að tímabundið ófjárhagslegt tjón er
sérstaklega afmarkað og kallað þjáningar. Mörk milli tímabundinna og varan-
legra bótaþátta eru dregin við þann tímapunkt er „ekki er að vænta frekari bata“
hjá tjónþola og er hann nefndur á dönsku „stationærtidspunkt“ og mætti þýða á
íslensku stöðugleikatímapunkt. Stöðugleikatímapunkturinn gegnir lykilhlut-
verki í að ákvarða lok tímabundinna bótaþátta. Þannig ræðst þjáningatímabil
alfarið af honum, en tímabundið atvinnutjón getur markast af honum ef vinnu-
tengdir þættir eru óljósir.
Við ákvörðun þjáningabóta er lögð áhersla á að verið sé að bæta ófjárhags-
legt tjón og því sé rétturinn óháður því hvort tjónþoli sé vinnandi. Gerð er
tillaga um orðalagsbreytingu í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. um þjáningar vinnufærs
manns er segir: „Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur
þótt tjónþoli sé ekki veikur“, og stungið upp á að nota þar orðið „vinnufær“ í
stað „ekki veikur“.
Bent er á að aðalviðmið í hugtökunum þjáning og stöðugleikatímapunktur er
bati en það hugtak er huglægt og býður upp á margvíslega túlkunarmöguleika.
Því hefur komið fram nánari skilgreining á stöðugleikatímapunkti þar sem
miðað er við lok meðferðar á spítala, innlögn á hjúkrunarheimili eða annan
framtíðardvalarstað og einnig að frekari meðferð leiði ekki til lækkunar varan-
legs miska.
Við mat á tímabundnu atvinnutjóni er boðið upp á tvö viðmiðunarkerfi til að
ákvarða lokatímapunkt, annað tengt bata og miðar við stöðugleikatímapunkt,
hitt tengt vinnu og tekur mið af því hvenær tjónþoli gat hafið vinnu að verulegu
leyti í sama mæli og áður. Miðað er við fyrri tímapunktinn af þessum tveimur
viðmiðum.
Verulegur munur er á hugtakinu þjáning, sem vísar til veikinda/bata og
ákvarðar tímabundið ófjárhagslegt tjón og hugtakinu óvinnufærni, sem ein-
vörðungu tengist vinnugetu óháð líðan einstaklingsins og ræður tímabundnu
283