Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 72
mgr. 3. gr. samningsins segir að bært stjómvald á íslandi samkvæmt samn-
ingnum sé fjármálaráðherra eða bær umboðsmaður hans. Fjármálaráðuneytið
hefur falið ríkisskattstjóra að fara með málefni Norðurlandasamningsins sem
bært stjórnvald á íslandi fyrir hönd þess. Sama gildir um aðra tvísköttunar-
samninga sem ísland hefur gert.
3.3 Lýsing einstakra ákvæða
3.3.1 Inngangur
Hinn nýi Norðurlandasamningur um tvísköttun sem undirritaður var 23.
september 1996 felur í sér nokkrar breytingar á gamla samningnum frá 1989.
Þar má helstar nefna breytingar varðandi ákvæði 10. greinar um skattlagningu
arðs frá dótturfélagi til móðurfélags, á 15. gr. varðandi skattlagningu sjómanna
um borð í norrænum skipum, á bókun IX varðandi 20. grein um námsmenn og
nema og í 26. gr. varðandi varaskattlagningarrétt í sambandi við eftirlaun. Auk
þess hafa verið gerðar margar breytingar á orðalagi í samræmi við þá
endurskoðun sem farið hefur fram í OECD síðan 1989. í lýsingunni hér á eftir
verður gerð grein fyrir þessum breytingum þegar fjallað verður um viðkomandi
grein en ennfremur verður fjallað um þær greinar sem ekki hefur verið breytt,
enda hefur ekki verið fjallað um samninginn frá 1989 á opinberum vettvangi
hérlendis til þessa.
3.3.2 Gildissvið samningsins
3.3.2.1 1. grein. Aðilar sem samningurinn tekur til
Samkvæmt 1. gr. tekur samningurinn til aðila sem eru heimilisfastir í einu
eða fleiri samningsríkjanna. Hugtakið „aðili“ er skilgreint í b lið 1. mgr. 3. gr.
samningsins sem maður, félag og önnur samtök aðila og í c lið sömu greinar er
„félag“ skilgreint sem lögaðili eða hver sá annar sem talinn er lögaðili að því er
skatta varðar. Þá er hugtakið „aðili heimilisfastur í samningsríki“ skilgreint í 4.
gr., sbr. síðar hér á eftir. Loks er hugtakinu „samningsríki" lýst í a lið 1. mgr. 3.
greinar. Samningurinn tekur þannig til manna og lögaðila sem eru heimilisfastir
(þ.e. bera ótakmarkaða skattskyldu) í einu eða fleiri samningsríki. Þá nær
samningurinn einnig til samtaka aðila og dánarbúa að ákveðnu marki, sbr. b lið
1. mgr. 4. greinar. Oftast eru mál þannig vaxin að aðili er með ótakmarkaða
skattskyldu í einu samningsríki (heimilisfestarríki) og takmarkaða skattskyldu í
öðru (upprunaríkinu), sbr. það sem sagði í inngangi hér að framan. Akvæði 1.
greinar er að mestu í samræmi við samningsfyrirmynd OECD að breyttum
breytanda, þar sem samningsfyrirmyndin nær eingöngu til tvíhliða samninga.
3.3.2.2 2. grein. Skattar sem samningurinn tekur til
Samkvæmt 2. grein nær samningurinn eingöngu til tekju- og eignarskatta.
Þar eru einnig tæmandi upp taldir þeir skattar í hverju landi sem samningurinn
296