Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 72
mgr. 3. gr. samningsins segir að bært stjómvald á íslandi samkvæmt samn- ingnum sé fjármálaráðherra eða bær umboðsmaður hans. Fjármálaráðuneytið hefur falið ríkisskattstjóra að fara með málefni Norðurlandasamningsins sem bært stjórnvald á íslandi fyrir hönd þess. Sama gildir um aðra tvísköttunar- samninga sem ísland hefur gert. 3.3 Lýsing einstakra ákvæða 3.3.1 Inngangur Hinn nýi Norðurlandasamningur um tvísköttun sem undirritaður var 23. september 1996 felur í sér nokkrar breytingar á gamla samningnum frá 1989. Þar má helstar nefna breytingar varðandi ákvæði 10. greinar um skattlagningu arðs frá dótturfélagi til móðurfélags, á 15. gr. varðandi skattlagningu sjómanna um borð í norrænum skipum, á bókun IX varðandi 20. grein um námsmenn og nema og í 26. gr. varðandi varaskattlagningarrétt í sambandi við eftirlaun. Auk þess hafa verið gerðar margar breytingar á orðalagi í samræmi við þá endurskoðun sem farið hefur fram í OECD síðan 1989. í lýsingunni hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum breytingum þegar fjallað verður um viðkomandi grein en ennfremur verður fjallað um þær greinar sem ekki hefur verið breytt, enda hefur ekki verið fjallað um samninginn frá 1989 á opinberum vettvangi hérlendis til þessa. 3.3.2 Gildissvið samningsins 3.3.2.1 1. grein. Aðilar sem samningurinn tekur til Samkvæmt 1. gr. tekur samningurinn til aðila sem eru heimilisfastir í einu eða fleiri samningsríkjanna. Hugtakið „aðili“ er skilgreint í b lið 1. mgr. 3. gr. samningsins sem maður, félag og önnur samtök aðila og í c lið sömu greinar er „félag“ skilgreint sem lögaðili eða hver sá annar sem talinn er lögaðili að því er skatta varðar. Þá er hugtakið „aðili heimilisfastur í samningsríki“ skilgreint í 4. gr., sbr. síðar hér á eftir. Loks er hugtakinu „samningsríki" lýst í a lið 1. mgr. 3. greinar. Samningurinn tekur þannig til manna og lögaðila sem eru heimilisfastir (þ.e. bera ótakmarkaða skattskyldu) í einu eða fleiri samningsríki. Þá nær samningurinn einnig til samtaka aðila og dánarbúa að ákveðnu marki, sbr. b lið 1. mgr. 4. greinar. Oftast eru mál þannig vaxin að aðili er með ótakmarkaða skattskyldu í einu samningsríki (heimilisfestarríki) og takmarkaða skattskyldu í öðru (upprunaríkinu), sbr. það sem sagði í inngangi hér að framan. Akvæði 1. greinar er að mestu í samræmi við samningsfyrirmynd OECD að breyttum breytanda, þar sem samningsfyrirmyndin nær eingöngu til tvíhliða samninga. 3.3.2.2 2. grein. Skattar sem samningurinn tekur til Samkvæmt 2. grein nær samningurinn eingöngu til tekju- og eignarskatta. Þar eru einnig tæmandi upp taldir þeir skattar í hverju landi sem samningurinn 296
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.