Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 73
nær til og eru álagðir á þeim tíma sem samningurinn var undirritaður. Að því er Island varðar er hér um að ræða: Tekjuskatt til ríkisins, sbr. tskl. nr. 75/1981, sérstakan tekjuskatt til ríkisins, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 145/1995 (hátekjuskattur), útsvar til sveitarfélaga, sbr. 1. nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, eignarskatt til ríkisins, sbr. tskl. nr. 75/1981, sérstakan eignarskatt til ríkisins, sbr. 1. nr. 83/1989 um þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningar- bygginga og loks tekju- og eignarskatt banka og innlánsstofnana, sbr. 1. nr. 65/1982 um skattskyldu innlánsstofnana. I 5. mgr. 2. gr. 1989-samningsins er sérstaklega tekið fram að samningurinn taki ekki til sérstakra skatta af ágóða af happdrætti og veðmálum eða skatti af arfi eða gjöfum. Þessu ákvæði er sleppt í nýja samningnum enda talið óþarft að taka þetta sérstaklega fram. í þessu sambandi er rétt að nefna það að í gildi er sérstakur samningur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar til þess að komast hjá tvísköttun arfs og gjafafjár, undirritaður 12. september 1989, sbr. augl. nr. 11, 20. maí 1990. Samkvæmt 4. mgr. 2. greinar samningsins tekur hann einnig til skatta sömu eða að verulegu leyti svipaðrar tegundar sem lagðir eru á eftir undirritun samningsins til viðbótar eða í staðinn fyrir þá sem gilda í álagningu við undirritun hans. 10% fjármagnstekjuskattur var samþykktur á árinu 1996, sbr. 1. nr. 94 og 97 frá júní 1996, sbr. 1. nr. 133 og 137 frá desember 1996 um breyting á þeim lögum. Þessi skattur sem kom til framkvæmda 1. janúar 1997 eða eftir undirritun samningsins og verður fyrst lagður á í álagningu árið 199819 mun því einnig falla undir samninginn. 2. grein svipar til 2. greinar OECD-fyrirmyndarinnar en er þó ekki alveg eins; t.d. teljast þeir skattar sem telja á upp í 3. mgr. 2. greinar fyrirmyndarinnar ekki vera þar tæmandi upp taldir. 3.3.3 Skilgreiningar20 3.3.3.1 3. grein. Almennar skilgreiningar í 1. mgr. 3. greinar eru skilgreind ýmis almenn hugtök sem notuð eru í samningnum. Þessum hugtökum er ætlað að hafa sömu merkingu hvar sem þau finnast í samningnum. Hugtakið „samningsríki“ merkir í samningnum Danmörku, Finnland, Island, Noreg og Svíþjóð auk Færeyja sem hefur sjálfstjóm innan danska ríkisins. Hugtakið Danmörk tekur þannig ekki til Færeyja og heldur ekki til Grænlands sem ekki hefur óskað eftir því að vera aðili að samningnum. Gamli samn- ingurinn frá 1989 nær einnig til Álandseyja að því er varðar finnskt útsvar til sveitarfélaga, sbr. augl. í C deild Stjórnartíðinda nr. 33/1990. Álandseyjar hafa sjálfstjórn m.a. í sveitarstjómarmálum, og hefur heimild í 30. grein samningsins 19 Fjármagnstekjuskatturinn af söluhagnaði af hlutabréfum tók þó gildi við álagningu árið 1997. 20 Sjá nánar Det nordiske skatteavtalet med kommentarer andra upplag 1990, bls. 42-87. 297
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.