Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 75

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 75
eru þýðingarmikið lögskýringargagn um tilgang tvísköttunarsamninga. Að því leyti sem Norðurlandasamningurinn um tvísköttun er byggður á OECD- fyrirmyndinni verður að telja að athugasemdir fyrirmyndarinnar hafi verulegt leiðbeiningargildi um túlkun og framkvæmd Norðurlandasamningsins enda þótt þær verði ekki taldar bindandi fyrir dómstólana á Norðurlöndum. Sam- kvæmt kenningum í skattarétti og hjá dómstólum einstakra landa er það viður- kennt að dómar í öðrum löndum geti haft þýðingu við túlkun tvísköttunar- samninga. I 2. mgr. 3. greinar er að finna almenna túlkunarreglu sem segir til um það hvemig á að túlka þau hugtök sem ekki eru sérstaklega skilgreind í samn- ingnum eða þar sem ekki er sérstaklega vísað til landsréttar varðandi túlkun. Orðrétt hljóðar greinin svo: A þeim tíma sem samningsríki beitir ákvæðum samningsins skal, nema annað leiði af samhenginu, sérhvert hugtak sem ekki er skilgreint í samningnum hafa þá merkingu sem hugtakið hefur samkvæmt lögum hlutaðeigandi ríkis á þeim tíma að því er varðar þá skatta sem samningurinn tekur til og skal sú merking er hugtakið hefur samkvæmt gildandi skattalöggjöf í hlutaðeigandi ríki ganga framar þeirri merkingu er kann að finnast í öðrum lögum þess ríkis. Samkvæmt samningnum frá 1989 leikur vafi á um hvaða lögjöf í gildandi landsrétti hlutaðeigandi ríkis sé átt við; löggjöfina sem gilti á þeim tíma sem samningurinn var undirritaður (statisk túlkun) eða gildandi löggjöf á þeim tíma sem samningurinn er túlkaður (dynamisk túlkun)? Spumingunni, sem hefur verið tíðrædd í alþjóðlegum skattaréttarfræðum, er svarað í nýja samningnum, sem að fyrirmynd OECD-fyrirmyndarinnar, eins og henni var breytt 1995, mælir fyrir um að fylgja skuli síðamefndri túlkunaraðferð nema samhengið leiði til annars. Þá er einnig í nýja samningnum kveðið á um forgang skattaákvæða umfram önnur lög við túlkun, einnig að fyrirmynd OECD.22 Eins og að framan er rakið eru ýmis hugtök sérstaklega skilgreind í samn- ingnum, sbr. einnig hér á eftir 4. gr. um heimilisfesti og 5. gr. um fasta atvinnu- stöð. Talið er að um nánari túlkun þeirra fari eftir þeim lögskýringasjónar- miðum sem gilda í þjóðarétti. Þegar það liggur fyrir em mismunandi sjónarmið um það í þjóðarétti hvort beita skuli hugrænum eða hlutrænum lögskýringa- sjónarmiðum. Þegar hugtak er ekki skilgreint í samningum (og annað verður ekki leitt af samhenginu) kveður 2. mgr. 3. gr. á um að það skuli, á þeim tíma sem samningsríki beitir ákvæðum samningsins, hafa þá merkingu sem hugtakið hafi samkvæmt gildandi lögum hlutaðeigandi ríkis um þá skatta sem samn- ingurinn tekur til, sbr. nánar framangreindan texta 2. mgr. 3. gr. Eins og ákvæðið er nú orðað í nýja samningnum á ekki að leika vafi á um að það eru innri lög þess ríkis sem túlkunarspumingin er til meðferðar hjá (lex fori) sem 22 Sjá OECD Model, 1996 condensed version, bls. 57 - 58. 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.