Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 84
Fyrst er reiknaður skattur á íslandi af arðstekjunum samtals í Danmörku og
á íslandi: Arður af ísl. bréfum kr. 100.000 (80%)
Arður af dönskum br. kr. 25.000 (20%)
Arður samtals kr. 125.000 (100%)
10% skattur á Islandi kr. 12.500
Hámark frádráttar á Islandi vegna dansks skatts 12.500x20% kr. 2.500
Þá lítur dæmið þannig út: Arður frá Danmörku -15% skattur í Danm. Sk. til gr. á Islandi: Alagt v/danskra tekna kr. 2.500 kr. 25.000 kr. 3.750
Hámarksfrádr. v/dansks skatts kr. 2.500 kr. 0
Arður frá D. eftir skatt kr. 21.250
Heimildir til þess að skattleggja ágóðahluti til erlendis heimilisfastra aðila er
að finna í 7. tl. 3. gr. tskl., sbr. 2. og 4. tl. 71. gr. s.l., sbr. ennfremur 1. og 2. gr.
laga nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.
3.3.4.7 11. grein. Yextir
Samkvæmt 1. mgr. skulu vextir sem myndast í ríki og eru greiddir aðila
heimilisföstum í öðru ríki einungis skattlagðir í síðamefnda ríkinu, þ.e.
heimilisfestarríkinu. Ef krafan sem vextimir eru greiddir af er bundin við fasta
atvinnustöð eða fasta stöð í upprunaríkinu eru vextimir þó skattlagðir þar í
samræmi við 7. eða 14. grein samningsins. Eins og áður er greint frá, sbr. 2.
kafla hér að framan, er almennt ekki heimilt skv. 3. grein tskl. að skattleggja
vexti greidda til erlendis búsettra aðila. Tengist vextimir hins vegar fastri
atvinnustöð eða fastri stöð sbr. framangreint má þó skattleggja þá á íslandi, sbr.
4. mgr. 3. gr. tskl., sbr. kafla 3.3.4.3 hér að framan. 11. grein Norðurlanda-
samningsins er frábrugðin samsvarandi grein í OECD-fyrirmyndinni sem
kveður á um að vexti megi bæði skattleggja í heimilisfestarríkinu og upp-
runaríkinu að hámarki 10%.
Samkvæmt 3. mgr. merkir hugtakið „vextir“ í 11. grein hvers konar kröfu
sem ekki telst ágóðahluti samkvæmt 6. mgr. 10. gr., án tillits til þess hvort hún
er tryggð með veði í fasteign eða ekki. Hugtakið tekur sérstaklega til tekna af
ríkisskuldabréfum og tekna af öðrum skuldabréfum eða skuldaviðurkenn-
ingum, þar með talinn gengismunur og ágóði tengdur slíkum verðbréfum,
308