Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 92

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 92
kvæmt 10. gr. (arður, sjá dæmi um útreikning í kafla 3.3.4.6 hér að framan), 7. mgr. 13. gr. (söluhagnaður vegna sölu íslenskra hlutabréfa), 3. mgr. 15. gr. (laun sjómanna í alþjóðlegum skipaflutningum), 16. gr. (stjómarlaun) eða 1.-6. mgr. 21. gr., c liðs 7. mgr. 21. gr. og 8.-9. mgr. 21. gr. (starfsemi í sambandi við hagnýtingu kolvetnislinda). Hin Norðurlöndin nota frádráttarregluna sem meginreglu, sbr. 1.-3. mgr. og 5. og 6. mgr. 25. gr. Hins vegar er undanþáguaðferðin notuð um vissar tekju- tegundir í þeim öllum. Þetta gildir um launatekjur samkvæmt 1. mgr. 15. gr. og a lið 7. mgr. 21. gr. Að lokum eru í 7. mgr. 25. gr. að finna sameiginleg ákvæði. 3.3.6 Sérstök ákvæði 3.3.6.1 26. grein. Almennar skattlagningarreglur Akvæði samsvarandi þeim sem er að finna í 26. gr. norræna samningsins er ekki að finna í OECD-fyrirmyndinni. I 1. mgr. segir að tekjur sem aðili heimilisfastur í samningsríki hefur eða eign sem hann á megi ekki skattleggja í öðru samningsríki nema skattlagning sé skýlaust heimil samkvæmt samningnum. Þetta ákvæði er talið nauðsynlegt vegna þess að norræni samningurinn er marghliða, þannig að fleiri en tvö samningsríki geta samkvæmt eigin löggjöf átt rétt til að skatta tekjur eða eign. Tilpangur ákvæðisins er umdeildur.32 I 2. mgr. er almenna reglan um varaskattlagningarrétt. Þessi regla heimilar heimilisfestarríkinu (ríkinu sem skattaðili er heimilisfastur í) að skattleggja tekjur og eignir sem hitt ríkið hefur samkvæmt samningnum heimild til þess að skattleggja, þegar það ríki samkvæmt eigin löggjöf leggur ekki skatt á tekjumar eða eignirnar, sbr. nánar 2. mgr. 26. gr. Slík varaskattlagning kemur einkum til þegar hitt ríkið skortir lagaheimild til þess að skattleggja viðkomandi tekjur eða eign, sbr. umfjöllun um eftirlaun í kafla 3.3.4.14 hér að framan. Akvæði 1., 2. og 5. málsgr. 26. greinar nýja samningsins eru í samræmi við 1.-3. mgr. gamla samningsins. í nýja samningnum em í 3. og 4. mgr. tekin inn viss ákvæði varðandi eftirlaun og lífeyri. Samkvæmt nýju ákvæðunum í 3. mgr. er ákvæðum 2. mgr. um varaskattlagningarrétt ekki beitt á finnskan og sænskan ellilífeyri (folkpension) svo sem nánar er skilgreint í málsgreininni. Nýja ákvæðið í 4. mgr. hefur það í för með sér að eftirlaun og lífeyrir sem eru skattlögð í heimilisfestarríki móttakandans samkvæmt ákvæðunum um varaskattlagningarrétt skattleggjast þar einungis að því leyti sem eftirlaunin eða lífeyririnn fara fram úr 20.000 sænskum krónum á almanaksári ef móttakandinn hefði átt rétt á sérstökum frádrætti vegna aldurs og örorku í greiðsluríkinu. 32 Sjá Det nordiska skatteavtalet med kommentarer andra upplag 1990, bls. 237-238, annars vegar og Odd Hengsle-Mogens Rasmussen: „Triangulæra tilfælde-dobbeltbeskatning", Skatte- politisk Oversigt 1990, bls. 241-243, hins vegar. 316
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.