Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 95

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 95
menn unnið mikið starf að auki við ýmis verkefni á vegum félagsins. Ritari félagsins Kristján G. Valdimarsson stýrði nefnd sem annaðist undirbúning árlegs málþings ásamt stjómarmönnunum Helga I. Jónssyni og Ragnhildi Arnljótsdóttur og framkvæmdastjóra félagsins Brynhildi Flóvenz. Fjárreiður félagsins hafa verið í höndum Helga I. Jónssonar. Steinunn Guðbjartsdóttir hefur haldið utan um rekstur Tímarits lögfræðinga. Kristján G. Valdimarsson sá um ritarastörf og hélt utan um fundargerðir og gestabækur félagsins. Ég leyfi mér að þakka öllum stjórnarmönnum mikil og óeigingjörn störf í þágu félagsins. Starf félagsins á liðnu ári hefur verið með hefðbundnu sniði. Skal nú vikið að helstu þáttum í starfsemi félagsins á því starfsári sem nú er að ljúka. 2. Fræðafundir og málþing Starfsemi Lögfræðingafélags íslands má í meginatriðum skipta í fræðafundi annars vegar og málþing hins vegar. Fræðafundir em að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði yfir veturinn. Á liðnu starfsári var bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda fræðafundina árla morguns sem morgunverðarfundi og þykir stjórn vel hafa til tekist, a.m.k. verður ekki annað séð en að þátttaka í fræðafundum vetrarins hafi verið með ágætum. Þá hefur félagið um liðlega aldarfjórðungs skeið haldið á hverju hausti málþing fyrir félagsmenn. Framsögumenn á fræðafundum og málþingum eru nánast undantekningarlaust lögfræðingar. Þeir taka ávallt fúslega að sér að halda erindi á fræðafundum eða málþingum þó það krefjist mikils undirbúnings sem allur er unnin í sjálfboðavinnu. Þetta ber sérstaklega að þakka. Á starfsárinu voru haldnir átta fræðafundir og málþing, auk þess sem félagið gekkst fyrir fræðaferð til Bandaríkjanna sem vikið verður að hér á eftir. 1. í framhaldi aðalfundar hinn 24. október 1996 var haldinn í stofu 101 í Lögbergi fundur um þyngd refsidóma á íslandi. Framsögumenn voru Egill Stephensen saksóknari, Helgi I. Jónsson héraðsdómari og Páll A. Pálsson hrl. Fundargestir voru 45. 2. Hinn 28. nóvember 1996 var haldinn í Skála, Hótel Sögu morgunverðar- fundur um lögfræði á intemetinu. Framsögumaður var Gunnar Thoroddsen hdl. Fundargestir voru 57. 3. Hinn 12. desember 1996 var haldinn á Scandic Hótel Loftleiðum árlegur fundur félagsins á jólaföstu. Eins og tvö síðustu ár var fundurinn haldinn í samvinnu við Lögmannafélag íslands og Dómarafélag íslands. Forseti Alþingis Ólafur G. Einarsson flutti erindi um störf Alþingis. Fundargestir voru liðlega 70 talsins. 319
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.