Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 64
Hann telur á hinn bóginn að ekki fáist séð að neitt standi í vegi fyrir heimild
Alþingis til festa í lög slíka bótareglu. Um það ætti að ráða úrslitum að ein-
staklingur sem krefst bóta vegna vanefndar ríkis að þjóðarétti byggi bótakröfu
sína ekki á þeirri þjóðréttarreglu sem ekki samrýmist réttarreglum landsréttar
heldur á skaðabótareglu sem er hluti af landslögum. Á því tvennu sé grund-
vallarmunur. I þessari skoðun virðist felast að svigrúm löggjafans til lagasetn-
ingar hafi verið takmarkað „í raun“ en ekki „formlega" og því standist bóta-
reglan áskilnað 2. gr. stjómarskrárinnar. Telja verður að þessi hugtakanotkun sé
óheppileg, fyrst og fremst vegna þess að í texta 2. gr. stjómarskrárinnar er
hvergi gerður greinarmunur á „formlegu“ löggjafarvaldi og löggjafarvaldi „í
raun“. Þau hugtök sem mér virðist eðlilegra að nota, eru annars vegar „pólitísk-
ur raunveruleiki“ sem hvetur fulltrúa þjóðarinnar til ákveðinnar lagasetningar
og hins vegar „framsal löggjafarvalds".
Það er „pólitískur raunveruleiki“ að löggjafinn leiðir í lög lang flestar reglu-
gerðir og tilskipanir sem berast frá stofnunum EES. í því felst að sjálfsögðu
ekki „framsal löggjafarvalds“. Þegar löggjafinn framselur hins vegar stofnun-
um EES ótímabundna heimild til að setja ótilteknar reglugerðir og tilskipanir
sem hafa skulu réttaráhrif hérlendis án þess að löggjafinn hafi sjálfur milli-
göngu um það með lagasetningu þá er um „framsal löggjafarvalds“ að ræða. Þar
fyrir utan er ljóst að það hefur lengi tíðkast að ráðherra sé framselt vald til að
setja reglugerðir. Slíkt valdframsal fer að sjálfsögðu alltaf fram með þeim fyrir-
vara að löggjafinn geti hvenær sem er fellt niður heimild ráðherra og reglur
settar á grundvelli hennar með nýjum lögum. Ekki fæst séð að nokkur hafi
haldið því fram að þessi almenni fyrirvari um setningu nýrra laga jafngildi því
að ekki sé um „framsal löggjafarvalds“ að ræða.
I þeim skilningi sem Ottar stingur upp á fælist að 2. gr. stjórnarskrárinnar
yrði nánast þýðingarlaus, enda mætti með svipaðri röksemdafærslu réttlæta
nánast hvaða framsal löggjafarvalds sem er. Rökin yrðu einfaldlega þau að
vegna þess að framsalið væri ákveðið með lögum þá byggðu þeir sem byggðu
á reglum sem öðlast þýðingu vegna þeirra laga í reynd á framsalslögunum en
ekki reglunum sjálfum. Þetta fær ekki staðist. Það er ljóst að 2. gr. stjórnar-
skrárinnar hlýtur að hafa þýðingu og takmarka möguleg afskipti eins handhafa
ríkisvaldsins af verkum annarra handhafa þess. Þannig er t.d. ljóst að Alþingi
getur ekki haggað dómum sem hafa verið kveðnir upp af dómstólum landsins
og eins setur 2. gr. stjórnarskrárinnar takmarkanir við því að Alþingi hafi af-
skipti af einstökum deilumálum. Þá er Ijóst að 2. gr. stjórnarskrárinnar tryggir
m.a. ákveðin afskipti kjörinna fulltrúa þjóðarinnar af löggjafarmálefnum.
Aðstaðan hlýtur því að vera sú að niðurstaða þess hvort bótareglan stenst 2. gr.
stjómarskrárinnar veltur á efnislegu mati þess hvort framsal á löggjafarvaldi á
þann hátt sem að framan er lýst sé meira en 2. gr. stjómarskrárinnar leyfir eink-
um með hliðsjón af þeirri verkaskiptingu og lýðræðishugsjón sem stjórnar-
skráin byggir á. I ljósi þessa verður að telja varhugavert að líta svo á, líkt og
Ottar gerir, að með bótareglunni sé ekki verið að framselja stofnunum EES
216